Breyting á aðalskipulagi

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 14. október 2021 að gera  breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2021-2030 við Hnappavelli.

Megin markmið með breytingunni er að hluti af lóð á Hnappavöllum , Mói verður breytt í VÞ svæði þar sem gert verði ráð fyrir ferðaþjónustu, m.a. gistingu og litlu tjaldsvæði. Breyting á aðalskipulagi var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2021. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni og Minjastofnun.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta óskað eftir upplýsingum hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Matthildur Ásmundardóttir 

bæjarstjóri