Breyting á aðalskipulagi - Náma Skinney

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 16. janúar tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að heimila allt að 30.000 m³ efnistöku i núverandi námustæði. Efnistakan er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfið umfram það sem nú þegar er og minnkar áhrif vegna aksturs við gerð varnargarða frá Suðurfjörutanga út í Einholtskletta. Samkvæmt viðauka 2.04 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur efnistakan í flokk C og því ekki háð umhverfismati.

Uppdráttur og greinargerð.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta óskað eftir upplýsingum hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

Matthildur Ásmundardóttir

bæjarstjóri