Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku í Kvíá

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 13. júní tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að heimila allt að 15.000 m³ efnistöku í vestari hluta Kvíár.Greinargerð. Umhverfis- og Skipulagsnefnd telur efnistöku neðan brúar hafa óveruleg áhrif á umhverfið þar sem áin verði færð í svörð að efnistöku lokinni. Samkvæmt viðauka 2.04 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur efnistakan í flokk C og því ekki háð umhverfismati.