Breyting á aðalskipulagi verslun og þjónusta á 11 stöðum í Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að skilgreina landnotkunarflokk til verslunar og þjónustu á 11 stöðum í sveitarfélaginu. 

Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 5. október nk. til mánudagsins 20. nóvember 2017 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík.

Breytingartilla - aðalskipulag

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögur til mánudagsins 20. nóvember 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

 Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri