Grenndarkynning Breyting á deiliskipulagi Tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis við Fiskhól

Bæjarráð Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 01.07.2025 að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis við Fiskhól í samræmi við framlögð gögn lóðarhafa lóðar nr. 11 við Fiskhóll. 

Bæjarráð samþykkti á fundi þann 29.07.2025 að grenndarkynna breytinguna samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Breytingartillaga gerir ráð fyrir eftirfarandi:

· Stækkun lóðar úr 2.028,9 m² í 2.503,7 m².

· Fjölgun íbúða á lóð úr sex í sjö.

· Nýjum byggingarreit fyrir bílskúr og sólstofu.

· Heimild fyrir lóðarhafa til að staðsetja grjótgarð og runna á lóðarmörkum til afmörkunar í átt að vatnstanki. Hæð mannvirkisins skal að jafnaði ekki vera meiri en 1,50 m.

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við ofangreinda breytingu á deiliskipulagi til 29.08.2025. Athugasemdir skulu berast til undirritaðri eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Virðingarfyllst
Bartek Andresson Kass
Sviðsstjóri mannvirkjasviðs
Sveitarfélagið Hornafjörður