Breyting aðalskipulags vegna ÍB5 og nýs verslunar og þjónustusvæðis á Höfn - Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 11. apríl 2024 breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Annars vegar er um að ræða nýtt verslunar- og þjónustusvæði VÞ-51 austan Hafnarvegar og norðan Hafnarbrautar þar sem heimilt verður að reisa rýmisfrekar verslanir og þjónustu á 3 ha svæði.

Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 590/2023.

Hins vegar er um að ræða breytingu á afmörkun og skipulagsákvæðum reitar ÍB5 sem liggur austan Hafnarvegar og sunnan Hafnarbrautar. Reiturinn er 5,6 ha fyrir breytingu en stækkar í 13,4 ha.

Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 10/2023.

Umhverfis- og skipulagsstjóri