Brunnhóll nýtt deiliskipulag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember 2021 nýtt deiliskipulag fyrir Brunnhól.

Deiliskipulagið nær til 10 ha svæðis úr landi Brunnhóls og tekur til stækkunar og breytinga á núverandi gistihúsi/íbúðarhúsi ásamt aðkomu frá þjóðvegi.

Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Sveitarfélaginu Hornafirði, 1. mars 2022.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri

Sveitarfélagsins Hornafjarðar