Deiliskipulag Hornafjarðarhafnar við Ósland - Lýsing

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir lýsingu fyrir heildarendurskoðun á deiliskipulagi Hornafjarðarhafnar við Ósland samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhugað er að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi Hornafjarðarhafnar við Ósland. Breytingarnar eru sumar sértækar og ná til einstakra lóða en einnig þarf að gera breytingar á almennum skilmálum sem ná til alls svæðisins. Þar sem fyrirhugaðar breytingar eru talsvert margar var sú ákvörðun tekin að taka deiliskipulagið til endurskoðunar í heild sinni. Gildandi deiliskipulag, dags. 03.09.2015, fellur úr gildi við samþykkt nýs deiliskipulags. Meginmarkmið endurskoðunarinnar er að tryggja skilvirka nýtingu og markvissa uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir ýmsum breytingum á hafnarsvæðinu, s.s. á hafnarkanti Óslandsbryggju, legu smábátahafnar og tilfærslu á götum sem verða endurskoðaðar m.t.t. til breyttra áherslna sveitarfélagsins og þarfa hafnarinnar.

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 16. desember nk. til 16. janúar 2022.

Lýsing- deiliskipulag í Óslandi.  

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til 16. janúar 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar