Deiliskipulag miðsvæði Hafnar

Deiliskipulagstillaga að skóla- og íþróttasvæði á Höfn. Frestur til að skila inn athugasemdum hefur verið framlengdur til 5. júní 2022.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæði Hafnar í samræmi vð 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið er um 9,3 ha að stærð og afmarkast af Hafnarbraut og Víkurbraut. Sparkvellir austan Víkurbrautar, milli Fálkaleiru og Bugðuleiru eru einnig innan skipulagssvæðisins. Innan svæðisins er að finna ýmiskonar þjónustu og starfsemi, s.s. íþróttasvæði og skóla. Íbúðasvæði innan götureitsins er utan deiliskipulagsins.

Með deiliskipulaginu er verið að skapa grundvöll til frekari uppbyggingar á skóla- og íþróttasvæði og mynda sterkari miðkjarna í bæjarfélaginu.

Gildandi deiliskipulagsáætlanir, sem ýmist eru að fullu eða hluta innan skipulagssvæðisins, munu falla úr gildi og mörk þeirra aðlöguð að nýju skipulagi við staðfestingu nýs deiliskipulags eftir því sem við á.

Tillaga 1 af  deiliskipulaginu  tillaga 2  tillaga 3 og  greinargerð og á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 13. apríl til 5. júní 2022.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is ekki seinna en
5. júní 2022.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.