Heimildir til uppbyggingar á landbúnaðarlandi - Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 14. september 2023 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helstu markmið breytingarinnar eru að árétta og skýra þær heimildir sem þegar eru til staðar í gildandi aðalskipulagi hvað varðar uppbyggingu á landbúnaðarlandi á bæjarhlöðum, vegna íbúðauppbyggingar tengdum ferðaþjónustu.

Aðalskipulasbreytingin hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 32. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar