Hornafjarðarhöfn við Ósland- deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykki þann 12. júní 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hornafjarðarhafnar við Ósland í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni er skilgreind ný lóð norðan Bátstanga 1 fyrir hleðslustöðvar fyrir bíla ásamt aðkomuleiðum og byggingarreit fyrir spennistöð.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 905/2025 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.
F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir
Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála.