Leiðarhöfði á Höfn - breytt aðalskipulag

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 27. júlí 2023 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helstu markmið tillögunnar eru að breyta landnotkun á Leiðarhöfða að hluta úr íbúðarsvæði, ÍB4, og óskilgreindu opnu svæði í nýtt opið svæði, OP5. Þar verður skilgreint útivistar- og hátíðarsvæði þar sem heimilt verður að reisa þjónustu og menningarhús.

Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins, Hafnarbraut 27 á Höfn.

Umsagnar- og athugasemdarfrestur er frá 25. september til 6. nóvember 2023. Skila skal athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgáttina .

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.