Miðsvæði Hafnar - breyting á aðalskipulagi

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti þann 20. mars 2024 að kynna tillögu að breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Miðsvæði Hafnar er stækkað sem nemur lóð Álaugarvegi 2 og athafnasvæði minnkar að sama skapi. Stofnvegur tekur breytingum í samræmi við deiliskipulagstillögu svæðisins sem auglýst verður samhliða.

Málið er aðgengilegt í skipulagsgátt mál nr. 761/2023 og skal athugasemdum skilað þar inn. Frestur er til 7. apríl 2024.