Miðsvæði Hafnar - Deiliskipulag

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti þann 20. mars 2024 að kynna tillögu að deiliskipulagi yrir Miðsvæði: Víkurbraut 1 og 5, Álaugarveg 2 og Heppuveg 5 og 7. Samhliða eru lagðar fram breytingar á skipulagsmörkum aðliggjandi svæða.

Svæðið afmarkast af lóðarmörkum Víkurbrautar 1 til suðurs, vesturs og norðvesturs, lóðarmörkum Víkurbrautar 5 til vesturs norðvesturs og austurs að gatnamótum Víkurbrautar og Álaugarvegar. Lóðarmörkum Álaugavegar 2 til norðurs, austurs og suðurs og lóðarmörkum Heppuvegar 5 og 7 til suðurs að Víkurbraut.

Meginmarkmið skipulagsins er að styrkja miðbæ Hafnar með fjölbreyttri uppbyggingu þar sem tekið er tillit til manneskjulegs umhverfis svo unnt sé að skapa lifandi miðbæjarkjarna þar sem gott mannlíf þrífst til samræmis við áherslur aðalskipulags sveitafélagsins Hornafjarðar.

Stefnt er að því að styrkja stöðu Hafnar sem miðstöð verslunar og þjónustu á suð-austurlandi með uppbyggingu þjónustumannvirkja í lifandi miðbæ í bland við aukna íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir að slík uppbygging muni auka við fjölbreytta atvinnuhætti innan bæjarfélagsins m.a. með aukinni verslun og þjónustu fyrir heimamenn og ferðamenn.

Málið er aðgenginlegt í skipulagsgátt málsnúmer 762/2023 og skal athugasemdum skilað þar inn. Frestur er til 7. apríl 2024.