Seljavellir 2 - Forkynning vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags

Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur samþykkt að unnið verði að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjðarðar 2012-2030 vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis í landi Seljavalla 2 í Nesjahverfi og nýs deiliskipulags vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á svæðinu. 

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal vinnslutillaga kynnt áður en hún er lögð fyrir bæjarstjórn.

Vinnslutillögur skipulagsáætlananna má nálgast hér að neðan.

Drög að breytingu aðalskipulags

Drög að deiliskipulagi

Skipulagsgögn liggja frammi í anddyri Ráðhúss Hafnarbrautar 28, 780 Höfn til 7. desember. Opið hús verður mánudaginn 5. desember í Ráðhúsinu milli kl. 13-14 þar sem hægt er að kynna sér skipulagið.

Ábendingum er hægt að skila inn á rafrænan hátt. Farið er inn á hlekkinn hér að neðan sem vísar á íbúagátt og þarf að skrá sig inn með íslykli.

Senda inn athugasemdir

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar