Skaftafell III-VI - breyting aðalskipulags og breyting deiliskipulags

Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að skilmálar breytast á svæði VÞ44 sem nær bæði til Skaftafells III og IV. Byggingarheimildir skv. aðalskipulagi eru fullnýttar á Skaftafelli III. Breytingin felur í sér að skilmálar breytast þannig að sambærileg uppbygging geti einnig átt sér stað á landi Skaftafells IV og verður því um tvöföldun á uppbyggingu að ræða.

Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa 35 einnar hæðar gisti og þónustuhús auk svefnlofts á landi Skaftafells III en engar byggingarheimildir eru á landi Skaftafells IV. Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi felur í sér að sambærileg uppbygging geti einnig átt sér stað á landi Skaftafells IV.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi 14. desember 2023 að kynna skipulagslýsingu sem er sameiginleg fyrir breytingu aðalskipulags og breytingu deiliskipulags. 

Skipulagsgögn eru aðgengileg í skipulagsgatt.is 

Tengill á breytingu aðalskipulags

Tengill á breytingu deiliskipulags

Athugasemdum skal skilað í gegnum skipulagsgátt fyrir 15. janúar 2024.

Umhverfis- og skipulagsstjóri