Skaftafell – nýtt deiliskipulag
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 11. september 2025 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Skaftafells í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið skipulagsins er að skerpa á stefnumörkun um ýmis atriði en helstu breytingar felast í rýmkuðum byggingarreit fyrir gestastofu og breyttu fyrirkomulagi starfsmannaíbúða í Sandaseli.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma frá og með 22. september til 3. nóvember 2025 og skal þeim skilað í gegnum skipulagsgáttina í máli nr. 1277/2025.