Smyrlabjörg í Suðursveit - deiliskipulag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 11. janúar 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Smyrlabjarga, í Suðursveit í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið tekur til núverandi bæjartorfu og m.a. eru afmarkaðar nýjir byggingarreitir fyrir starfsmannahús og gámahús fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 36/2024 .

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina á auglýsingatíma frá og með 22. janúar til 4. mars 2024 og skal þeim skilað í gegnum skipulagsgáttina.

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar