Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Lambleiksstaðir

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lambleiksstaðir samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Markmið með gerð breytingar á deiliskipulagi fyrir Lambleiksstaði er að efla byggð og styrkja atvinnulíf. Ferðaþjónusta hefur lengi verið á Lambleiksstöðum og með gerð þessarar breytingar er rekstrargrundvöllur styrktur, skipulagssvæðið stækkað og skipt í byggingarreiti A-D hver með sína húsaþyrpingu. Breytingin á deiliskipulaginu tekur til frekari uppbyggingar á gistiaðstöðu og nýbygginga fyrir ferðaþjónustu.

Breytingartillagan  verður í kynningu til 1. júlí.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 1. júlí 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofum Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri