Útbær, breyting á deiliskipulagi á Höfn

Bæjarráð Hornafjarðar samþykkti þann 21. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hafnar, Útbæjar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar.

Í breytingunni felst m.a. að lóðir C, G, H, D, E og F eru sameinaðar í eina lóð, lóð C-F. Byggingarmagn eykst um 4.831 m2 og hámarkshæð hækkar úr 9,5 m í 12 m. Byggðin hækkar úr 2 hæðum í 3 hæðir og bundin byggingarlína við Óslandsveg fellur niður. Settir eru nýir sérskilmálar fyrir svæðið sem breytingum tekur.

Áfram verður haldið í markmið núverandi deiliskipulags um að skilgreina ramma um heilsteypta byggð sem nýti kosti umhverfisins og styrki bæjarmynd Hafnar. Lögð er áhersla á að ný bygging og sú þjónustustarfsemi sem henni fylgir skapi sér sérstöðu, hafi jákvæð áhrif á samfélagið og verði í góðu samspili við nærumhverfi sitt.

Tillagan verður til sýnis frá og með 12. ágúst til 23. september 2022 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og er aðgengileg hér

Ath. fresti til að senda inn umsagnir hefur verið frestað til 28. september 2022.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina til 23. september 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar