Útboð

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið:

Malbikun í Sveitarfélaginu Hornafirði 2021. 

Um er að ræða yfirlagnir gatna, nýlagnir gatna og stíga ásamt viðgerðum á malbiki gatna í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Verkinu skal lokið fyrir 20. september 2021.

Helstu magntölur eru:

  • Malbikun 10.000 m2
  • Viðgerðir 200 m2

Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá EFLU verkfræðistofu, miðvikudaginn 23. júní 2021 hjá elins@efla.is 

Tilboð skulu hafa borist til Eflu verkfræðistofu, eigi síðar en mánudaginn 7. júlí 2021, kl. 13.00, þar sem þau verða opnuð.

EFLA

Lyngháls 4 - Sími 412-6000