Útboð á hirðu úrgangs við heimili og stofnanir, rekstur söfnunarstöðvar og rekstur urðunarstaðar ásamt jarðgerð í Sveitarfélaginu Hornafirði

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið: Hirða úrgangs við heimili og stofnanir, rekstur söfnunarstöðvar og rekstur urðunarstaðar ásamt jarðgerð í sveitarfélaginu. 

Verkinu er skipt í þrjá verkþætti sem felast einna helst í:
1. Söfnun úrgangs frá heimilum og stofnunum sveitarfélagsins.
2. Rekstri söfnunarstöðvar ásamt móttöku á og meðhöndlun úrgangs.
3. Rekstri urðunarstaðar ásamt jarðgerð.

Samningstími er 5 ár með ákvæðum um að hægt verði að framlengja hann tvisvar sinnum um eitt ár í senn.

Verkkaupi er bæjarsjóður Sveitarfélagsins Hornafjarðar en umsjón útboðsins er í höndum Verkís hf.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt án endurgjalds frá og með föstudeginum 2. júní 2023, með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið jbh@verkis.is og afrit sent á utbod@hornafjordur.is. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Hirða úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði – 2023“.

Undirrituðum tilboðsgögnum ásamt tilheyrandi fylgigögnum skal skilað rafrænt á netfangið jbh@verkis.is og á utbod@hornafjordur.is eða í afgreiðslu bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn, í lokuðu umslagi, eigi síðar en kl. 10:00 þann 3. júlí 2023.

Tilboð verða opnuð í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn, þann 3. júlí 2023 kl. 11:00.