Útboð – Malbikun í sveitarfélaginu Hornafjörður - 2023

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið:

MALBIKUN Í SVEITARFÉLAGINU HORNAFJÖRÐUR - 2023

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum. 

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Um er að ræða yfirlagnir gatna, nýlagnir gatna og stíga ásamt viðgerðum á malbiki gatna í Sveitarfélaginu Hornafjörður. Framkvæmdarsvæðið er að mestu leyti innan þéttbýlis Hafnar.

Verkinu skal lokið fyrir 20. September 2023.

Helstu magntölur fyrir árið 2023 eru:

  1. Yfirlagnir gatna 10.500 m2
  2. Nýlagnir gatna og stíga 1.500 m2
  3. Malbiksviðgerðir 200 m2
  4. Jöfnunarlag 150 m2

Útboðsgögn

Útboðsgögn fást afhent rafrænt án endurgjalds frá og með föstudeginum 21. Apríl 2023, með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið elins@efla.is, afrit send á utbod@hornafjordur.is. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Malbikun í sveitarfélaginu Hornafjörður – 2023“.

Útboðsgögn sundurliðast eftirfarandi:

  • Útboðs- og verklýsing (pdf)
  • Tilboðsbók ásamt tilboðsskrá (xlsx)

Tilboð
Tilboð skulu hafa borist til Eflu verkfræðistofu, að Lynghálsi 4, 110 Reykjavík eða, með tölvupósti á netfangið elins@efla.is (afrit á utbod@hornafjordur.is), eigi síðar en föstudaginn 5. maí 2023, kl. 13.00.