Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 56

Haldinn í ráðhúsi,
14.05.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Íris Heiður Jóhannsdóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Nejra Mesetovic, Þóra Björg Gísladóttir, Ragnar Logi Björnsson, Ragnhildur Jónsdóttir, .

Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
10. 1905004F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 43
Fundargerð Ungmennaráðs frá 8.05. lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
8. 201902052 - Velferðarteymi: fundargerðir og mál 2019
Fundargerð velferðarteymis lögð fram til kynningar.
11. 201605078 - Unglingalandsmót 2019
Fundargerð 15. fundar lögð fram til kynningar. Í umræðum kom m.a. fram að Mennta- og menningarmálaráðuneyti veitti sveitarfélaginu 4,5 m. kr. styrk vegna viðhalds á tartan- og torfærubraut og vegna uppbyggingar á strandblaks- og strandhandboltavelli.
15.-fundur-Fundargerð2
Almenn mál
1. 201905039 - Breyting á skólaslitum Tónskólans
Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir að skólaslit Tónskólans verði þann 22. maí n.k. í stað 23. maí.
 
Gestir
Jóhann Morávek skólastjóri
2. 201903067 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots
Starfsmenn hafa skoðað möguleika á að sinna auknum fjölda barna í Kátakoti í húsnæði Hafnarskóla og niðurstaðan er sú að það er ekki möguleiki. Endurbætur í Vöruhúsi valda því að kennsla í list- og verkgreinum hefur verið flutt inn í skólann og er reynt að halda úti lágmarkskennslu í þeim greinum þar. Útilokað er að fara með meiri starfsemi inn í skólann. Þær lausnir sem fyrirsjáanlegar eru er að vinna að auknu samstarfi við Umf. Sindra, ráða viðbótarmannafla og nýta húsnæði Þrykkjunnar. En ljóst er að það þarf viðbótarhúsnæði við það sem fyrir er.
Hlutverk-viðmið frístundaheimila.pptx
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri og Herdís Tryggvadóttir fulltrúi kennara sitja undir liðum 2-4
3. 201905033 - Ályktun skólaráðs um húsnæði Grunnskóla Hornafjarðar
Fræðslu- og tómstundanefnd þakkar skólaráði fyrir ályktun um að móta framtíðarstefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum skólans. Nefndin felur fræðslustjóra að vinna þarfagreiningu með stjórnendum og starfsfólki skólans nú á vordögum sem getur verið grunnur að næstu ákvörðun í málinu.
Ályktun skólaráðs um húsnæði Grunnskóla Hornafjarðar .pdf
4. 201905036 - Grunnskóli Hornafjarðar: Starfsþróun starfsfólks
Lýsing á nýju námskeiði; "Að þróa nám og starf í skóla fyrir alla" lögð fram til kynningar. Námið er einingabært fyrir þá sem vilja.
GH, na´mskeiðsly´sing_6.mai19.pdf
5. 201902042 - Vinnuskóli 2019
Herdís Waage tómstundafulltrúi fer yfir skipulag vinnuskólans í sumar
Herdís kynnti skipulag vinnuskólans fyrir sumarið. Fram kom að búið er að ganga frá ráðningu fjögurra flokksstjóra og borist hafa umsóknir frá 20 ungmennum. Vinnuskólinn starfar frá 5. júní til 31. júlí.
 
Gestir
Herdís Waage tómstundafulltrúi
6. 201901070 - Þrykkjan 2018-2019
Guðbjörg Ómarsdóttir fer yfir skýrslu forstöðumanns um starf vetrarins.
Guðbjörg fór yfir skýrslu um starf vetrarins. Rætt var um nauðsyn þess að gera rammaskipulag til stuðnings fyrir nýja starfsmenn Þrykkjunnar. Starfsmönnum falið að vinna það. Starfinu verður haldið úti út maí þrátt fyrir vatnstjón sem varð á húsnæði Þrykkjunnar.
thrykkjan2018-2019..pdf
 
Gestir
Guðbjörg Ómarsdóttir forstöðumaður Þrykkjunnar
7. 201902111 - Skólaakstur: Útboð 2019
Í viðmiðunarreglum um opinber innkaup sem taka gildi 31.maí n.k. er kveðið á um að bjóða þurfi út á EES svæðinu, verk með kostnað yfir ákveðin mörk . Kostnaður við skólaakstur fer yfir þessi mörk og munu Ríkiskaup sjá um útboð akstursins.


Í könnun um nýtingu á tómstundaakstri sögðust foreldrar 11 barna á átta heimlium myndu nýta sér slíkan akstur en foreldrar á sjö heimilum sögðust ekki myndu nýta sér hann. Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að tómstundaakstur verði boðinn út með skólaakstri sem sér leið sem þó verði hægt að undanskilja frá tilboðum.
OpinberInnkaup.pdf
9. 201903075 - Túlka- og þýðingarþjónusta
Velferðarteymið í samvinnu við verkefnasstjóra fjölmenningar, hefur unnið að gerð stefnu og verklagi fyrir sveitarfélagið um túlkaþjónustu og þýðingar. Niðurstaða þeirrar vinnu lögð fram til umræðu.
Fræðslu- og tómstundanefnd líst vel á drög að stefnu og verklagsreglum um túlka- og þýðingarþjónustu og gerir ekki athugasemdir við þau.
12. 201810035 - Móðurmálskennsla barna af erlendum uppruna
Farið var yfir stöðu málsins. Fræðslustjóri upplýsti að verkefnið hefði hlotið tveggja milljóna króna styrk . Bartek Skrzypkowski hefur tekið að sér að sinna pólskukennslu og hefur sett sig í samband við pólska skólann í Reykjavík. Hildur og Bartek munu skipuleggja verkefnið í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar. Áætlað er að kennsla hefjist í haust. Nefndin fagnar því að verkefnið fari af stað.
13. 201905035 - Mál í brennidepli á vorfundi Grunns
Menntun til framtíðar.
Vorfundur Grunns félags fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa var haldinn á Siglufirði 6.-8. maí 2019.

Fræðslustjóri fór yfir þau mál sem voru í brennidepli á vorfundi Grunns félagi fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa.
14. 201905046 - Aðgerðir stjórnvalda í menntamálum; Starfsnámsár
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að koma á fót launuðu starfsnámsári á lokaári M.Ed. náms í leik- og grunnskólakennarafræðum. Einnig munu verða veittir styrkir til að sinna lokaverkefnum sínum og skapa hvata til þess að þeir útskrifist með kennsluréttindi á tilsettum tíma.
Fræðslu- og tómstundanefnd lýsir ánægju með fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til að hvetja fólk í leik- og grunnskólakennaranám. Nefndin felur fræðslustjóra að endurskoða aðgerðir sveitarfélagsins til eflingar leikskólastigsins sem samþykktar voru 2015, með hliðsjón af aðgerðunum.
Starfsnámsár og námsstyrkir vegna nýliðunar í kennarastétt - bréf til sveitarfélaga.pdf
Kynning á fyrirkomulagi launaðs starfsnáms kennaranema.pdf
Kynning á námsstyrkjum vegna aukinnar nýliðunar kennara.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til baka Prenta