Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5

Haldinn í ráðhúsi,
26.09.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kristján Sigurður Guðnason formaður,
Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir varaformaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir aðalmaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201905077 - Vélar MMH í Hoffelli
Í vélageymslu í Hoffelli eru nú um 15 dráttarvélar og önnur tæki sem geymdar hafa verið þar í um ára bil og liggja undir skemmdum.
Nefndinni barst erindi frá Svani Hallbjörnssyni (sjá fylgiskjal) sem kom á fund nefndar og skoðaði vélar Menningarmiðstöðvarinnar sem staðsettar eru í Hoffelli og lýsti yfir áhuga sínum á vélunum og gera þær upp. Áður en ákvörðun verði teki um áframháld málsins vill nefndin kanna hjá félagi eldriborgara hvort áhugi sé fyrir því að félagsmenn fái eina til tvær vélar til að gera upp. Einnig verður kannaður uppruni véla og haft samband við hlutaðeigandi áður en nokkuð verður látið af hendi.
Erindi til Hornafjarðar.pdf
 
Gestir
Svanur Hallbjörnsson
2. 201909071 - Náttúrugripasafn
Kristín Hermannsdóttir kom og kynnti hugmyndir Náttúrustofu Suðausturlands að náttúrugripasafni. Nefndin telur mikilvægt að slíku safni verði komið á laggirnar.
 
Gestir
Kristín Hermannsdóttir
3. 201909070 - Merkingar Svavarssafns
Merkingar á safnið eru tilbúnar og verða settar upp von bráðar.
 
Gestir
Hanna Dís Whithead
4. 201909072 - Rithöfundakvöld MMH
Rithöfundakvöld Menningarmiðstöðvarinnar verður haldið 20.11.2019 í Nýheimum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta