Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 312

Haldinn í ráðhúsi,
08.10.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Gunnhildur Imsland, Hjalti Þór Vignisson (HÞV), Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Þórey Bjarnadóttir, Ingólfur Guðni Einarsson, Erla Björg Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði: Erla Björg Sigurðardóttir, Félagsmálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 201811014 - Fjárbeiðni Stígamóta 2019
Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn. Bréf hefur borist sveitarfélaginu með upplýsingum um starfsemi samtakanna sem er bæði á hofuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Einnig fylgja upplýsingar um fjárhag samtakanna og beiðni um fjárhagslegan stuðning. Ekki er tiltekið hvaða upphæð er óskað eftir.
Fjárbeiðni Stígamóta rædd m.t.t. mikilvægi þjónustu samtakanna við einstaklinga sem þurfa á henni að halda. Vísað til félagsdmálastjóra sem afgreiðir málið með bæjarstjóra.
3. 201910019 - Heimahjúkrun og þjónusta við aldraða
Erindi lagt fram vegna heimahjúkrunar og þjónustu við aldraða sem barst 4.10.2019
Erindi tekið fyrir og ákveðið að formaður og starfmaður félagsmálanefndar óski eftir fundi með formanni og starfsmanni heilbrigðis- og öldrunarnefndar. Málið komi til upplýsingar á næsta fundi félagsmálanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta