Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2

Haldinn skrifstofa byggingarfulltrúa,
15.05.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Bartosz Skrzypkowski, Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Borgþór Freysteinsson, Gestur Leó Gíslason, .

Fundargerð ritaði: Bartosz Skrzypkowski, Byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201803004 - Byggingarleyfisumsókn: Fákaleira 5
Sigurður Guðnason óskar um byggingarleyfi fyrir 169,4 íbúðarhús á lóð nr. 5 við Fákaleiru.
Byggingarleyfi samþykkt.
2. 202003009 - Byggingarleyfisumsókn: Hnappavellir 7 - tengivirki
Umsókn frá Landsnet hf. um byggingarleyfi fyrir tengivirki að Hnappavöllum lögð fram. Byggingaráform var samþykkt þann 30.04.20202.
Byggingarleyfi samþykkt.
3. 202005045 - Frumvarp í samráðsgátt um breytingar á mannvirkjalögum
Frumvarp í samráðsgátt um breytingar á lögum um mannvirki nr. 160/2010
Lagt til kynningar
4. 201912091 - Stöðuleyfisumsókn: Bílaplan við Skaftafell: Afgreiðsluhús
Straumhvarf ehf. óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum.
Málinu frestað. Eigenda sent bréf með áskorun um úrbætur.
5. 202005022 - Byggingar óskráðar í fasteignaskrá
Visað til afgreiðslu bæjarráðs
6. 202002003 - Tilkynning um framkvæmd: Kirkjubraut 63 - breyt notkun bílskúrs og stækkun
Ottó Marvin Gunnarsson óskar um leyfi til að breyta notkun bílskúrs og byggja við hús að Kirkjubraut 63. Stækkunin nemur um 24,1m² og fellur undir tilkynningarskyldu.
Viðbygging tilkynnt á fullnægjandi hátt. Grenndarkynning hefur farið fram og staðfest af bæjarstjórn. Leyfi til að breyta notkun bílskúrs samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til baka Prenta