Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 946

Haldinn í ráðhúsi,
19.05.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, 


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2005002F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 319
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Erla Sigurðardóttir félagsmálastjóri
Almenn mál
2. 201903117 - Heimsmarkmið og stefnumótun 2019
Ráðgjafi hefur unnið að drögum að stefnu sveitarfélagsins í Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna.

Bæjarráð felur starfsmönnum að skoða heimsmarkmiðin með hliðsjón af stefnum sveitarfélagsins.
 
Gestir
Eva Magnúsdóttir
3. 202005048 - Markaðs- og kynningarmál í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Árdís bar saman þá kynningarpakka sem henta fyrir sveitarfélagið.

Dagný fór yfir hugmynd af nýju kynningarnefni sem Markaðsstofa Suðurlands er að vinna að.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu gagnvirkt ferðalag í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands að upphæð 265.814 kr. fjármunir verða teknir af kynningarmálalykli.
Bæjarráð samþykkir að auka við fjárframlag í kynningarmál sveitarfélagsins að upphæð 10 milljónir.
Vísað til fjármálastjóra til að meta áhrif á rekstur sveitarfélagsins með tilliti til viðauka.
 
Gestir
Dagný H. Jóhannsdóttir Markaðsstofu Suðurlands
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
4. 201910133 - Samningur við Ríki Vatnajökuls - ósk um endurnýjun
Atvinnu- og ferðamálafulltrúi og bæjarstjóri fóru yfir stöðu mála.
5. 202005022 - Byggingar óskráðar í fasteignaskrá
Bæjarráð samþykkir að breyta gjaldskrá byggingar- og skipulagsfulltrúa í samræmi við breytingu á byggingarreglugerð þar sem smáhýsi á lóð (skýli sem almennt eru ætluð til geymslu garðáhalda og ekki ætluð til íveru) sem ekki eru byggingarleyfis- eða tilkynningarskyld verði undanþegin gatnagerðargjöldum. Skv. núgildandi gjaldskrá er m.v. 10 fermetra en breyting á byggingarreglugerð frá 2016 gerir ráð fyrir allt að 15 fermetra smáhýsum.

6. 201908002 - Endurskoðun á gjaldskrá umhverfis- og skipulagssvið
Brynja gerði grein fyrir breytingum á gjaldskrá umhverfis- og skipulagssviðs.
7. 202001084 - Vinnuskóli 2020
Samþykkt.

8. 202005058 - Átaksverkefni um sumarstörf fyrir framhalds- og háskólanema 2020
Minnisblað Mannauðs- og gæðastjóra lagt fram.
Vinnumálastofnun ákvað að úthluta sveitarfélaginu 14 störfum í átaksverkefni VMST.
Heildartala umsókna í sumarstörf voru 20.


Bæjarráð samþykkir að veita aukafjármagn í átaksverkefnið fyrir þrjú sumarstörf sem ekki hafa meðgjöf VMST.
Vísað til fjármálastjóra, til að meta áhrif á rekstur sveitarfélagsins með tilliti til viðauka.

9. 202002099 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Engar breytingar hafa átt sér stað frá síðustu upplýsingum VMST.
10. 202003064 - Aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Minnisblað frá Byggðastofnun sem var kynnt á síðu stjórnarráðsins í gær.

Lagt fram til kynningar.
Áhrif hruns ferðaþjónustu vegna Covid-19 á sveitarfélögin.pdf
Starfshópur_áhrif COVID á sveitarfélög.pdf
11. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
leiðbeiningar um sóttvarnir lagðar fram.
Höldum bilinu_2m_Covid_A3.pdf
sundlaugagestir (4).pdf
Tilslakanir á takmörkunum vinnuskólar 13.05.2020.pdf
12. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Málinu frestað.
13. 202005031 - Ráðning umhverfis- og skipulagsstjóra
Erindi dags, 5. maí frá Kærunefnd jafnréttismála þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til atriða sem koma fram í kæru til nefndarinnar, vegna ráðningu í starf umhverfis- og skipulagsstjóra.

Lagt fram til kynningar.
16. 202005051 - Fundargerðir - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 58.pdf
17. 202002010 - Fundargerð: stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 883.pdf
18. 202002120 - Umsögn um útgáfu leyfa: Hótel Jökull
Erindi dags. 28 febrúar frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna rekstrarleyfi fyrir Hótel Jökul í flokki IV.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
19. 202005017 - Umsögn um útgáfu leyfa: Stekkatún
Erindi dags. 7. maí frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna rekstrarleyfi fyrir Skálafell II gisting í flokki II minna gistiheimili.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
14. 202005039 - Ósk eftir styrk
Erindi frá Jógvan Hansen dags. 12. maí þar sem óskað er eftir menningarstyrk vegna fyrirhugaðs tónleikahalds og viðburða.

Hafnað.
15. 202005044 - Umsögn við frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna
Erindi frá Alþingi dags. 12. maí þar sem óskað er eftir umsögn vegna frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009. (átak í fráveitumálum).

Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsögn við frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta