|
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi |
|
|
|
| 1. 202505091 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Hafnarbraut 40)-(Atvinnuhúsnæði) |
Birta Karlsdóttir fékk lóðarúthlutunarvilyrði fyrir Hafnarbraut 40B í þeim tilgangi að reisa hárgreiðslustofu. Hún hafði frest til 24. september síðastliðins til að sækja formlega um úthlutun lóðarinnar. Þar sem engin umsókn barst innan tilskilins frests er litið svo á að hún hafi ekki áhuga á að halda vilyrðinu eða lóðinni. Lóðarúthlutunarvilyrðið er því ógilt. Birta hefur verið upplýst um þetta.
|
Bæjarráð staðfestir að lóðarvilyrðið sé fallið úr gildi og vísar málinu til umhverfis- og skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
| 2. 202510123 - Snjómokstur - aðkeypt þjónusta |
Drög að samningi um snjómokstur milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Bjarna Hákonar ehf. eru lögð fram til kynningar og staðfestingar. Samningurinn er byggður á þeim forsendum sem þjónusta við snjómokstur hefur verið öfluð á síðustu árum og hefur meginmarkmiðið verið að skjalfesta og formfesta fyrirliggjandi munnlegt samkomulag við verktakann.
|
Bæjarráð samþykkir samninginn um snjómokstur og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. |
|
| |
| Gestir |
| Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs |
|
|
| 3. 202511063 - Erindi um uppbyggingu alþjóðlegs keppnisgolfvallar á Höfn |
Erindi barst frá Laufeyju Guðmundsdóttur um metnaðarfulla sýn og áhugaverða ábendingu um mögulega uppbyggingu alþjóðlegs keppnisgolfvallar á Höfn.
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggur fram minnisblað um málið.
|
Bæjarráð þakkar innsent erindi.
Golfíþróttin er í sókn á landsvísu en líka á heimsvísu og markhópurinn ört stækkandi, sem gerir umræðu um framtíð golfvallarins hér á Höfn bæði tímabæra og spennandi.
Stjórn Golfklúbbs Hornafjarðar hefur þegar markað metnaðarfulla framtíðarsýn um stækkun Silfurnesvallar, fyrst í 12 holur og síðar í 18. Sveitarfélagið er þegar í virku samtali við golfklúbbinn um lykilþætti uppbyggingarinnar, þar á meðal framtíðarsýn og skipulag, landnotkun, stígakerfi, lóðamál, drenmál og nýtingu jarðefna til að móta stækkun vallarins.
Bæjarráð áréttar að frumkvæði og forysta í vinnu við uppbyggingu keppnisvallar þyrfti að koma frá stjórn golfklúbbsins. Ljóst er að aðstaða sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur er afar umfangsmikil og kostnaðarsöm framkvæmd sem krefst víðtæks samstarfs og skýrrar forgangsröðunar.
Að svo stöddu tekur bæjarráð erindið til eftirtektar en vísar því áfram til áframhaldandi samtals og sameiginlegrar vinnu sveitarfélagsins og Golfklúbbs Hornafjarðar um framtíðarskipulag golfvallarsvæðisins.
|
|
| |
| Gestir |
| Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs |
|
|
| 4. 202402127 - Íþróttahús - hönnun |
Fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 40. lögð fram.
|
| Lagt fram til kynningar. |
| 40.fundur 20.nóvember 2025 -.pdf |
|
| |
| Gestir |
| Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs |
|
|
| 5. 202510012 - Endurskoðun reglna um sérstakan húsnæðisstuðning |
Drög að endurskoðuðum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fyrir. Reglurnar voru áður lagðar fyrir á síðasta fundi bæjarráðs þar sem breytingar voru samþykktar. Nú eru lagðar fyrir breytingar er snúa að endurskoðun á viðmiðunarupphæðum í 7. og 11. gr. reglnanna. Miðað er við að þær breytingar taki gildi 1.1.2026.
|
Bæjarráð framlagðar breytingar á reglum um endurskoðun húsnæðisstuðning og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. |
|
| |
| Gestir |
| Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
| 6. 202412045 - Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030 |
Frá því í vor hefur verið unnið að gerð framtíðarsýnar í málefnum aldraðra fyrir árin 2026-2034 í Sveitarfélaginu Hornafirði. Haldnar voru vinnustofur í þéttbýlinu í apríl og maí, niðurstöður þeirra lagðar fyrir íbúaráð í dreifbýli og haldin voru opin hús í félagsheimilum í dreifbýlinu dagana 9.-11. september. Nú liggja fyrir drög að stefnunni sem byggja á þeirri vinnu sem hefur farið fram og lagðar eru fyrir fastanefndir sveitarfélagsins til kynningar og umsagnar.
|
Bæjarráð fagnar afar metnaðarfullri framtíðarsýn um málefni aldraðra og þakkar þeim sem komu að verkefninu fyrir vönduð vinnubrögð. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. |
|
| |
| Gestir |
| Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
| 7. 202511078 - Málefni héraðsfréttablaðsins Eystrahorns |
Lagt er fram minnisblað um málefni og framtíð Eystrahorns ásamt kaupsamning frá árinu 2009.
|
Bæjarráð felur stjórnsýslu og upplýsingafulltrúa að skrá vörumerkið Eystrahorn hjá Hugverkastofu og samþykkir að sveitarfélagið tryggi vefhýsingu fyrir vefsíðu eystrahorn.is og með því aðgengi að eldra efni.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
| 8. 202507025 - Verklag vegna styrkja og auglýsinga |
Reglur um auglýsingastyrki sveitarfélagsins lagðar fram til samþykktar.
|
| Bæjarráð samþykkir reglurnar með breytingum í samræmi við umræður og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. |
|
|
|
| 9. 202508077 - Ársþing SASS 2025 |
Fundargerð og samantekt af ársþingi SASS 2025 lagt fram.
|
| Lagt fram til kynningar og vísað til umræðu í bæjarstjórn. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25 |