| Almannavarnanefnd - 70 |
Haldinn í ráðhúsi, 03.12.2025 og hófst hann kl. 13:00 |
|
Fundinn sátu: Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Grétar Már Þorkelsson aðalmaður, Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður, Eyrún Axelsdóttir , Björn Ingi Jónsson áheyrnarfulltrúi, Einar Sigurjónsson lögreglustjóri, |
|
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
|
| 1. 202510049 - Björgunarmiðstöð í Öræfum |
Grunnþarfagreining fyrir nýja björgunarmiðstöð í Öræfum kynnt.
Eins og komið hefur fram hefur lengi verið þörf á sameiginlegri og aðgengilegri aðstöðu fyrir viðbragðsaðila í Öræfum. Með tilkomu nýs slökkvibíls og heilsárs viðveru sjúkraflutningafólks hefur verið stigið mikilvægt skref í að styrkja öryggisinnviði svæðisins en stórbæta þarf aðstöðu viðbragðsaðila.
Á fundinum fór Eva Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýheimum þekkingarsetri, yfir stöðu og framtíðarsýn um uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Öræfum.
Verkefnið er liður í markvissri vinnu sveitarfélagsins að styrkja öryggisinnviði á svæðinu, þar sem fjölgun ferðamanna og íbúa kallar á styrkingu á viðbragðsgetu og samhæfingar viðbragðsaðila. Kynnt var grunnþarfagreining á framtíðarhúsnæði sem þjóna myndi lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit heilbrigðisþjónustu og mögulega fleiri aðilum.
|
| Almannavarnarnefnd þakkar góða kynningu og yfirferð málsins. Nefndin lýsir yfir fullum stuðningi við áframhaldandi vinnu við undirbúning og þarfagreiningu að nýrri björgunarmiðstöð í Öræfum. Almannavarnarnefnd hvetur jafnframt til þess að verkefnið verði unnið í góðu samráði við alla viðbragðsaðila, með áherslu á samfellu í þjónustu og öfluga öryggisinnviði til framtíðar. |
|
|
|
| 2. 202511099 - Heimsókn almannavarnardeild ríkislögreglustjóra |
Á fundinn mættu gestir: Frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra mættu Dagný Jónsdóttir, verkefnastjóri, og Jóhann B. Skúlason, aðstoðar-yfirlögregluþjónn. Þá mætti einnig Arndís Soffía Sigurðardóttir, settur lögreglustjóri á Suðurlandi, Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi, og Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í Hornafirði. Frá Slökkviliði Hornafjarðar mætti Borgþór Freysteinsson, slökkviliðsstjóri.
Kynning á vinnu varðandi áfallaþol. Áherslan þar hefur verið á hættumat vegna náttúruvár en nú er verið að horfa til útvíkkunar á þeim áherslum. Farið var yfir forsendur hættumats og þá sérstaklega þá þætti sem tengjast ógnarverkum af mannavöldum og inn í þetta koma mikilvægir innviðir.
Heimsóknin er hluti af fundum með öllum almannavarnanefndum svo að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heyri hverjar helstu áskoranir eru og hvað liggur fólki á hjarta í þessum málum. Með fundunum er tækifæri til að efla samstarfið enn frekar. Það hafa orðið nokkrar mannabreytingar innan almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og því mikilvægt að tengjast almannavarnarnefndum landins og hitta fólk í eigin persónu.
|
Almannavarnarnefnd Hornafjarðar þakkar Dagnýju og Jóhanni fyrir góða yfirferð á stöðu og þróun vinnu við áfallaþol og hættumat hér á landi. Í kynningunni kom fram að almannavarnadeildin vinnur nú að því að víkka nálgunina út frá hefðbundnum náttúruváarþáttum yfir í heildrænt mat á ógnum af mannavöldum og áhrifum á mikilvæga innviði, með það að markmiði að styrkja öryggi samfélaga til framtíðar.
Nefndin þakkar jafnframt Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, settum lögreglustjóra á Suðurlandi, Birni Inga Jónssyni, verkefnisstjóra almannavarna á Suðurlandi, Einari Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi í Hornafirði, og Borgþóri Freysteinssyni slökkviliðsstjóra fyrir góða og gagnlega þátttöku í umræðum á fundinum.
Nefndin fagnar þeirri áherslu sem lögð er á að efla samstarf, tengsl og sameiginlega sýn á áskoranir og tækifæri í almannavarnamálum. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 |
|