Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Almannavarnanefnd - 70

Haldinn í ráðhúsi,
03.12.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Sigurjón Andrésson bæjarstjóri,
Grétar Már Þorkelsson aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Eyrún Axelsdóttir ,
Björn Ingi Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Einar Sigurjónsson lögreglustjóri,
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202510049 - Björgunarmiðstöð í Öræfum
Grunnþarfagreining fyrir nýja björgunarmiðstöð í Öræfum kynnt.

Eins og komið hefur fram hefur lengi verið þörf á sameiginlegri og aðgengilegri aðstöðu fyrir viðbragðsaðila í Öræfum. Með tilkomu nýs slökkvibíls og heilsárs viðveru sjúkraflutningafólks hefur verið stigið mikilvægt skref í að styrkja öryggisinnviði svæðisins en stórbæta þarf aðstöðu viðbragðsaðila.

Á fundinum fór Eva Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýheimum þekkingarsetri, yfir stöðu og framtíðarsýn um uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Öræfum.

Verkefnið er liður í markvissri vinnu sveitarfélagsins að styrkja öryggisinnviði á svæðinu, þar sem fjölgun ferðamanna og íbúa kallar á styrkingu á viðbragðsgetu og samhæfingar viðbragðsaðila. Kynnt var grunnþarfagreining á framtíðarhúsnæði sem þjóna myndi lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit heilbrigðisþjónustu og mögulega fleiri aðilum.


Almannavarnarnefnd þakkar góða kynningu og yfirferð málsins. Nefndin lýsir yfir fullum stuðningi við áframhaldandi vinnu við undirbúning og þarfagreiningu að nýrri björgunarmiðstöð í Öræfum. Almannavarnarnefnd hvetur jafnframt til þess að verkefnið verði unnið í góðu samráði við alla viðbragðsaðila, með áherslu á samfellu í þjónustu og öfluga öryggisinnviði til framtíðar.
2. 202511099 - Heimsókn almannavarnardeild ríkislögreglustjóra
Á fundinn mættu gestir: Frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra mættu Dagný Jónsdóttir, verkefnastjóri, og Jóhann B. Skúlason, aðstoðar-yfirlögregluþjónn.
Þá mætti einnig Arndís Soffía Sigurðardóttir, settur lögreglustjóri á Suðurlandi, Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi, og Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í Hornafirði.
Frá Slökkviliði Hornafjarðar mætti Borgþór Freysteinsson, slökkviliðsstjóri.

Kynning á vinnu varðandi áfallaþol. Áherslan þar hefur verið á hættumat vegna náttúruvár en nú er verið að horfa til útvíkkunar á þeim áherslum. Farið var yfir forsendur hættumats og þá sérstaklega þá þætti sem tengjast ógnarverkum af mannavöldum og inn í þetta koma mikilvægir innviðir.

Heimsóknin er hluti af fundum með öllum almannavarnanefndum svo að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heyri hverjar helstu áskoranir eru og hvað liggur fólki á hjarta í þessum málum. Með fundunum er tækifæri til að efla samstarfið enn frekar. Það hafa orðið nokkrar mannabreytingar innan almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og því mikilvægt að tengjast almannavarnarnefndum landins og hitta fólk í eigin persónu.


Almannavarnarnefnd Hornafjarðar þakkar Dagnýju og Jóhanni fyrir góða yfirferð á stöðu og þróun vinnu við áfallaþol og hættumat hér á landi. Í kynningunni kom fram að almannavarnadeildin vinnur nú að því að víkka nálgunina út frá hefðbundnum náttúruváarþáttum yfir í heildrænt mat á ógnum af mannavöldum og áhrifum á mikilvæga innviði, með það að markmiði að styrkja öryggi samfélaga til framtíðar.

Nefndin þakkar jafnframt Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, settum lögreglustjóra á Suðurlandi, Birni Inga Jónssyni, verkefnisstjóra almannavarna á Suðurlandi, Einari Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi í Hornafirði, og Borgþóri Freysteinssyni slökkviliðsstjóra fyrir góða og gagnlega þátttöku í umræðum á fundinum.

Nefndin fagnar þeirri áherslu sem lögð er á að efla samstarf, tengsl og sameiginlega sýn á áskoranir og tækifæri í almannavarnamálum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til baka Prenta