Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá:
Almenn mál
1. 202510014 - Minnisblað frá Hringrás vegna samnings um rekstur móttökustöðvar
Umræður um sorpmál í dreifbýlinu, með sérstaka áherslu á flokkun og hrægáma. Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar mætir á fundinn. Minnisblað umhverfisfulltrúa lagt fram.
Íbúaráð þakkar formanni umhverfis- og skipulagsnefndar fyrir gott spjall og tekur erindið til skoðunar.
Fundarmenn leggja áherslu á að komi til breytinga á sorphirðu verði það ekki til þjónustuskerðingar í dreifbýlinu.
Íbúaráð óskar eftir að málið verði tekið upp aftur á næsta fundi.
Gestir
Hjördís Edda Olgeirsdóttir- Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar.