Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1200

Haldinn í ráðhúsi,
09.12.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2512002F - Íbúaráð - Suðursveit og Mýrar - 10
Fundargerð íbúaráðs Suðursveitar og Mýra númer 10 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
2. 2511020F - Íbúaráð - Nes og Lón - 10
Fundargerð íbúaráðs Nesja og Lóns númer 10 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
3. 2512003F - Íbúaráð Öræfum - 9
Fundargerð íbúaráðs Öræfa númer 9 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
4. 2511015F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 280
Fundargerð Hafnarstjórnar Hornafjarðar númer 280 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
5. 2510020F - Almannavarnanefnd - 70
Fundargerð Almannavarnarnefndar númer 70 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
6. 202008048 - Tæming rotþróa í sveitarfélaginu
Sveitarfélagið Hornafjörður er að undirbúa nýtt útboð vegna tæmingar rotþróa, þar sem fyrri samningur við Hreinsitækni er útrunninn. Lögð eru fram drög að útboðslýsingu og minnisblað starfsmanna. Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboðsferli.

Bæjarráð heimilar að farið verði í rammasamningsútboð.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Xiaoling Yu
7. 202510014 - Gjaldskrár sorphirðu, sorpeyðingar og söfnunarstöð úrgangs
Samkvæmt lögum ber sveitarfélaginu skylda til að láta málaflokkinn standa undir rekstri og leggur nefndin því til að gjaldskráin verði áfram hækkuð í þrepum svo hægt verði að uppfylla skilyrði laganna. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til 10 % hækkun sorpgjalda á heimili og 15 % hækkun á atvinnuhúsnæði. Einnig 15 % hækkun á gjaldskrá móttökustöðvar. Gjaldskráin hefur verið uppfærð í samræmi við það og lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir uppfærða gjaldskrá fyrir söfnunarstöð úrgangs og gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Xiaoling Yu
8. 202512018 - Endurskoðun á gjaldskrá um hundahald og kattahald
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að umrætt kerfi verði tekið til notkunar og leggur til 10 % hækkun á árlegu skráningargjaldi gæludýra. Gjaldskráin hefur verið uppfærð í samræmi við það, auk nokkurra annarra breytinga.

Bæjarráð samþykkir uppfærða gjaldskrá um hundahald og kattahald og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar og til umsagnar hjá HAUST.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Xiaoling Yu
Bartek Andresson Kass
9. 202510114 - Ósk um endurskoðun gjaldskrár vegna refa- og minnkaveiða
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til 5 % hækkun á hvern felldan ref. Nefndin ítrekar að forsenda greiðslu er að veiðimenn uppfylli reglur um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu Hornafirði. Gjaldskráin hefur verið uppfærð í samræmi við það og lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir uppfærða gjaldskrá vegna refa- og minnkaveiða og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Xiaoling Yu
10. 202002027 - Umsókn um lóð Ósland lóð K (Sandeyri 10)
Góð Framkvæmd ehf. fékk bréf þann 20.10. sl. um fyrirhugaða afturköllun lóða J og K í Óslandi(sandeyri 8 og 10) þar sem ekki hafði verið brugðist við gefnum frestum til skila á samþykktum lóðaruppdráttum. Stefán Guðjónsson, talsmaður fyrirtækisins, fékk tölvupóst þann 21.10 sl. þar sem hann var beðinn um að senda inn framkvæmdaráætlun með tímasetningu á framkvæmdir.

Stefán Guðjónsson sendir tölvupóst þann 4.12. sl. þar sem hann óskar eftir framlengingu á tímamörkum fyrir hönd Góðrar Framkvæmdar ehf. samkvæmt 4.mgr. 7.gr. reglna um úthlutun lóða og leggur fram uppfærða tímaáætlum. Hann gerir ráð fyrir að framkvæmdum ljúki innan 12 mánaða frá endurútgáfu byggingarleyfis.


Bæjarráð veitir umsækjanda frest til 16. desember til þess að fá endurútgefið byggingarleyfi á grunni þeirra gagna sem liggja fyrir og veitir frest til þess að hefja framkvæmdir til 10. febrúar 2026.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir
Bartek Andresson Kass
11. 202509003 - Umsókn um lóð - Vesturbraut 29
Þingvað ehf. sækir um lóðina Vesturbraut 29. Samkvæmt upplýsingum í umsókn stendur til að reisa einbýlishús á lóðinni. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist í maí 2026 og að þeim verði lokið með lóðarfrágangi í ágúst 2027. Þingvað hefur skilað inn öllum gögnum samkvæmt reglum um lóðaúthlutanir.

Bæjarráð er jákvætt fyrir úthlutun lóðarinnar. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
Gestir
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir
12. 202509002 - Umsókn um lóð - Vesturbraut 31
Þingvað ehf. sækir um lóðina Vesturbraut 31 og til stendur að reisa einbýlishús á lóðinni. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist í maí 2026 og að þeim verði lokið með lóðarfrágangi í ágúst 2027. Þingvað hefur skilað inn öllum gögnum samkvæmt reglum um lóðaúthlutanir.

Bæjarráð er jákvætt fyrir úthlutun lóðarinnar. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
Gestir
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir
13. 202311131 - Álaugarey, lóðasamningur og stækkun lóðar
Ólöf Gísladóttir óskaði eftir stækkun lóðarinnar Álaugarey til bæði Norðurs að Krosseyjarvegi 23 og til suðurs að innkeyrslu inn á lóðina. Bæjarráð tók þessa beiðni fyrir á fundi þann 2. september 2025 þar sem skráð var í ítarbókun að bæjarráð væri jákvætt fyrir stækkun lóðarinnar til suðurs og að setja ætti í lóðarleigusamning ákvæði um að starfssemin væri víkjandi. Búið er að gera merkjalýsingu fyrir stækkun lóðarinnar til Suðurs úr 780 fm í 1500 fm.

Lagt er til að staðfang lóðarinnar muni breytast úr Álaugarey í Krosseyjarveg 25.


Bæjarráð samþykkir merkjalýsinguna og þar með stækkun lóðarinnar til suðurs upp í 1500 fm.
Bæjarráð er einnig jákvætt fyrir að því að breyta nafninu á lóðinni í Krosseyjarveg 25.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir
14. 202305064 - Umsókn um lóð - Álaugarvegur 12
Loftur Jónsson óskar eftir endurupptöku á ákvörðun bæjarráðs frá 14.10.2025 um að afturkalla lóð við Álaugarveg 12.


Bæjarráð samþykkir endurupptöku málsins á þeim forsendum að fyrri ákvörðun hafi byggt á ófullnægjandi upplýsingum um málsatvik þar sem ekki er hægt að sýna fram á að bréf dagsett 03.06.2025 um afturköllun lóðar hafi skilað sér til lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir- Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála
15. 202509056 - Framkvæmdir - Hafnarbraut 60 - gatnagerð og veitur, undirbúningur
Óskað er heimildar til að fara í verðfyrirspurnarferli vegna framkvæmda á götu A á nýju verslunar- og þjónusturétti Hafnarbraut 60. Framkvæmdin felur í sér jarð- og lagnavinnu á um 130m löngum kafla.
Kostnaður er innan ramma sem áætlaður er fyrir framkvæmdina árið 2026.


Bæjarráð veitir heimild til þess að fara í verðfyrirspurnarferli.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andresson Kass
16. 202512022 - Samningar um afnot af fjarskiptamastri við Holt á Mýrum
Beiðni Mílu um afnot af fjarskiptamastri við Holt á Mýrum.
Tilgangur er að efla GSM fjarskiptasamband á Mýrum og við nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót.


Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Vignir Júlíusson- Verkefnastjóri mannvirkjasviði
17. 202511100 - Skipurit stjórnsýslu- og fjármálasvið
Bæjarstjóri, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og fjármálastjóri leggja fram tillögu að breytingu á skipuriti stjórnsýslusviðs og fjármálasviðs. Við breytinguna er gert ráð fyrir að sameina sviðin í eitt svið, setja fjórar deildir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og fjármálastjóri verði á stjórnsýslu- og fjármálasviði en heyri beint undir bæjarstjóra. Þá er gert ráð fyrir fjölgun um tvö stöðugildi á sviðinu, deildarstjóra mannauðs- og launadeildar og þjónustufulltrúa tæknimála auk annarra minniháttar breytinga og tilfærslna. Í hjálögðu minnisblaði er rökstuðningur fyrir breytingunum auk þess sem gerð er grein fyrir kostnaði.

Bæjarráð samþykkir breytingu á skipuriti stjórnsýslusviðs og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
18. 202512023 - Álagningarreglur 2026
Álagningarreglur 2026 lagðar fram til samþykkis.

Bæjarráð samþykkir álagningarreglur samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
19. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki vegna óskar um aukafjárveitingu til kaupa á nýrri malarskóflu fyrir Merlo lyftara og vegna jólagjafa starfsfólks 2025, að upphæð 5,8 milljónum kr lagður fram.
Viðbótarfjárheimildum verði mætt með lántöku


Bæjarráð samþykkir viðauka 13 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
20. 202512025 - Bakvaktargreiðslur
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggur fram tillögu að uppfærðu fyrirkomulagi á samningum um bakvaktagreiðslur sem renna út um áramótin. Lagt er til að fjárhæð í bakvaktapotti verði uppreiknuð miðað við laun almenns starfsmanns sem sinnir viðkomandi bakvöktum til samræmis við fjárhæð í kjarasamningum. Jafnframt er lögð til sú breyting að samkomulagið fylgi kjarasamningsbundnum launahækkunum. Athugið að þegar ekki er farið eftir kjarasamningum beint þá þarf þríhliða samþykki stéttarfélags, sveitarfélagsins og viðkomandi starfsmanns.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna að uppfærðum samningi.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
21. 202412030 - Samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram tillögur að breytingum á kjörum kjörinna fulltrúa í samræmi við umræður á bæjarráðsfundi nr. 1197.

Bæjarráð samþykkir tillögu þrjú þar sem fallið er frá mánaðargreiðslum til formanna nefnda og greiðsla fyrir setinn fund hækkuð á móti.
Nefndarlaun skulu greidd út á þriggja mánaða fresti og nefndarlaun bæjarfulltrúa og varamanna í bæjarstjórn greidd út samhliða mánaðarlaunum.

Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
22. 202512037 - Þriggja ára áætlun 2027-2029
Hér er lögð fram til síðari umræðu þriggja ára áætlun 2027-2029.

Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2027-2029 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
23. 202508013 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2026
Hér er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
24. 202507035 - Umsögn um breytingu rekstrarleyfis - Gististaður í flokki II, stærri gistiheimili - H gisting, Hellisholt 2.251-0124
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs Gististaðir í flokki II - H - Hellisholt.


Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Samþykkt samhljóða.
25. 202412100 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis - Gistileyfi flokkur II-H - Myllulækur 11 781- F2359326
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs Gististaðir í flokki II - H - Myllulækur 11.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Samþykkt samhljóða.
26. 202412101 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis - Gistileyfi II-H - Myllulækur 12 - F2359327
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs Gististaðir í flokki II - H - Myllulækur 12.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Samþykkt samhljóða.
27. 202412099 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis - Gististaður flokkur II- H- Myllulækur 10 781 - F2359325
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs Gististaðir í flokki II - H - Myllulækur 10.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Samþykkt samhljóða.
28. 202411069 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis - Gistileyfi flokkur IV Tegund B - Höfn Hostel, Hvannabraut 3-5 - (F2180898)
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs Gististaðir í flokki IV - B - Höfn Hostel.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Samþykkt samhljóða.
29. 202512021 - Samgönguáætlun 2026-2040
Tillögur að nýrri samgönguáætlun 2026-2024 og stofnun innviðafélags lagt fram.

Tillögu að samgönguáætlun 2026-2040 má sjá hér:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2026-2040/

Nánar um samgönguáætlun 2026-2040 má sjá hér:
https://www.althingi.is/altext/157/s/0463.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130


Lagt fram til kynningar. Gert verður grein fyrir helstu þáttum er varða sveitarfélagið á næsta fundi bæjarráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til baka Prenta