|
|
| 1. 202510014 - Minnisblað frá Hringrás vegna samnings um rekstur móttökustöðvar |
Farið er yfir fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá 2026 fyrir sorphirðu og sorpeyðingu sem og gjaldskrár fyrir söfnunarstöð úrgangs. Helstu umræðuatriði: 1) Tillaga frá Hringrás; 2) Hvort setja eigi eina gjaldskrá fyrir alla notendur eða aðskilin gjöld fyrir atvinnurekendur; 3) Almenn hækkun sorpgjalda. Einnig verða rædd önnur atriði sem tengjast rekstri sorphirðu og söfnunarstöðvar.
|
Samkvæmt lögum ber sveitarfélaginu skylda til að láta málaflokkinn standa undir rekstri og leggur nefndin því til að gjaldskráin verði áfram hækkuð í þrepum svo hægt verði að uppfylla skilyrði laganna. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til 10 % hækkun sorpgjalda á heimili og 15 % hækkun á atvinnuhúsnæði. Einnig 15 % hækkun á gjaldskrá móttökustöðvar. Samkvæmt umræðum á fundinum er lagt til að ekki verði farið í gjaldtöku vegna móttöku textíls og spilliefna að svo stöddu. |
|
|
|
| 2. 202510114 - Ósk um endurskoðun gjaldskrár vegna refa- og minnkaveiða |
Sveitarfélagið hefur móttekið erindi frá Gísla Sigurjóni Jónssyni vegna gjaldskrár fyrir refa- og minkaveiðar, gjaldskráin hefur ekki verið endurskoðuð síðan árið 2021 þrátt fyrir hækkanir á rekstrarkostnaði. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir að greiðslur fyrir refaveiði í Hornafirði eru meðal þeirra lægstu. Samanburðurinn sýnir einnig að mismunur á milli sveitarfélag sé minni fyrir felldann mink og þar er sveitarfélagið með hærri greiðslur en samanburðar sveitarfélögin. Í erindinu er lögð fram ósk um að gjaldskráin verði endurskoðuð og uppfærð.
|
| Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til 5 % hækkun á hvern felldan ref. Nefndin ítrekar að forsenda greiðslu er að veiðimenn uppfylli reglur um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu Hornafirði. |
|
|
|
| 3. 202511004 - Nýtt kerfi fyrir gæludýramál |
Skráning gæludýra er nú unnin handvirkt í Excel sem hefur skapað aukið stjórnsýsluálag. Lagt er til að tekið verði upp rafrænt kerfi, Icepets, sem samræmir skráningarferlið, tengist bókhaldskerfi sveitarfélagsins og Island.is og eykur skilvirkni í samskiptum við dýralækni.
|
| Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að umrætt kerfi verði tekið til notkunar og leggur til 10 % hækkun á árlegu skráningargjaldi gæludýra. |
|
|
|
| 4. 202008048 - Tæming rotþróa í sveitarfélaginu |
Sveitarfélagið hefur unnið að undirbúningi nýs útboðs vegna tæmingar rotþróa og söfnunar seyru, þar sem fyrri samningur um þjónustuna er fallinn úr gildi. Nokkrir aðrir samningar á sviði fráveitu eru enn í gildi og liggur fyrir minnisblað um rekstur hreinsistöðvanna, þó enn vanti uppfærða áætlun fyrir hreinsivirki í Óslandi. Einnig eru ákveðin atriði í tengslum við almennar fráveituþjónustur sem þörf er á að skoða nánar.
|
| Lagt fram til kynningar og starfsmanni falið að vinna áfram í málinu. |
|
|
|
| 5. 202509045 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðanna Birgis og Króks |
Tekin er fyrir sameiginleg skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerð nýs deiliskipulags fyrir jarðirnar Birgi og hluta Króks í Borgarhöfn, sem eru samtals um 21,2 ha að flatarmáli, þar af er Birgi 16,1 ha og hluti Króks 5,1 ha. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu hótels og starfsmannahúsnæðis á jörðinni Birgi og á hluta Króks.
|
| Starfsmanni falið að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum. |
|
|
|
| 6. 202401096 - Skriða - Breyting á aðalskipulagi |
Tekin er fyrir ósk um breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030, hótel og baðaðstöðu við Skriðu í Nesjum. Lagt er fram minnisblað skipulagsráðgjafa vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
|
| Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til umfangs verkefnisins að svo stöddu og felur starfsmanni að óska eftir þeim svörum sem ekki hafa borist í samræmi við minnisblað ráðgjafa og umræður á fundinum. |
|
|
|
| 7. 202511061 - Breyting á deiliskipulagi Nýtt verslunar og þjónustu svæði á Höfn |
Tekin er fyrir breyting á deiliskipulagi Nýtt verslunar- og þjónustusvæði á Höfn. Samkvæmt framlagðri tillögu á breytingu er bætt við lóð fyrir spennistöð ásamt því að lóðarmörk Hafnarbrautar 60C verði færð að lóðarmörkum Hafnarbrautar 60B. Þá er lagt til að staðföngum sé breytt.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur umræddar breytingar óverulegar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem tillagan víkur að svo litlu marki frá notkun og nýtingarhlutfalli svæðisins en lóðinni að Hafnarbraut 60B hefur ekki verið úthlutað enn sem komið er. Ákvörðun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
| 8. 202511080 - Ósk um umsögn matsáætlun Hoffell |
Tekin er fyrir ósk um umsögn vegna matsáætlunar varðandi fyrirhugaða uppbyggingu við Hoffell í Nesjum. Áformað er að reisa hótel og baðstað með veitingaaðstöðu, auk annarrar aðstöðu tengdri útivist og ferðamennsku, svo sem gestastofu með sýningu um jarðsögu svæðisins, göngustíga og upplýsingaskilti um náttúru- og menningarminjar svæðisins. Uppbygging baðstaðar og gistingar á jörðinni er ætlað að styrkja Suðausturland sem áfangastað ferðamanna. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu.
|
| Starfsmanni falið að leita frekari upplýsinga hjá Skipulagsstofnun. |
|
|
|
| 9. 202509099 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Svalbarð 4- Ósk um leyfi fyrir stúdíó í bílskúr |
Lagt var fram erindi frá Ásgeiri Már Arnarssyni þar sem sótt var um leyfi til byggingarframkvæmda að Svalbarði 4. Fyrirhugað er innrétta bílskúr sem stúdíóíbúð. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið, en samkvæmt aðalskipulagi er svæðið íbúðarbyggð.
|
Erindið var grenndarkynnt frá 7. október til 7. nóvember, engar athugasemdir bárust. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
|
|
|
|
| 10. 202511012 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - Tjörn Holtar 2- Plægja stofnstreng |
Tekin er fyrir umsókn Rarik ohf. um framkvæmdaleyfi til þess að leggja rafstreng í landi Tjarnar Holts 2. Plægja þarf lágspenntan stofnstreng sem tilheyrir verkefni sem miðar að þvi að styrkja rafveitukerfið að Mýrum og að úrelda loftlínu á svæðinu. Lengd rafstrengs er um 600 m Ekki verður farið út fyrir land Tjarnar 2.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að plæging lágspennustrengs og stofnstrengs í landi Tjarnar og Holts 2 teljist óveruleg framkvæmd, hafi ekki í för með sér varanleg áhrif á land og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld, með vísan í 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012.
|
|
|
|
| 11. 202509042 - Umsókn um byggingarheimild - Austurbraut 15, breytt notkun úr hársnyrtistofu í stúdíóíbúð. |
Tekin er fyrir umsókn Áslaugar Helgu Alfreðsdóttur þar sem sótt var um leyfi fyrir breytingum á bílskúr við Austurbraut 15. Fyrirhugað er að breyta notkun bílskúrsins úr hársnyrtistofu í stúdióíbúð í samræmi við framlagðar teikningar. Ekki er til gildandi deiliskipulag yfir svæðið, en samkvæmt aðalskipulagi er bílskúr á íbúðasvæði ÍB9.
|
Erindið var grenndarkynnt frá 9. október til 9. nóvember, engar athugasemdir bárust. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. |
|
|
|
| 12. 202511051 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Hafnarbraut 11 og 13 |
Tekin er fyrir umsókn Andreynar ehf., lóðarhafa Hafnarbrautar 11-13 um sameiningu lóðanna. Áform eru um að snúa fyrirhuguðu húsi að Hafnarbraut 13 þannig að mænisstefna liggi meðfram Hafnarbraut.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðirnar við Hafnarbraut 11 og 13 verði sameinaðar. Nefndin leggur áherslu á að fyrirhuguð bygging verði úr varanlegum byggingarefnum og falli sem best að götumynd Hafnarbrautar líkt og fram kemur í aðalskipulagi Hornafjarðar. Starfsmanni falið að vinna merkjalýsingu í samræmi við fyrirliggjandi lóðaafmörkun. Nefndin leggur til að breytingar sem gerðar voru á gangstétt Hafnarbrautar verði lagfærðar á kostnað lóðarhafa.
|
|
|
|
| 13. 202511034 - Lóðir við Ægissíðu |
Lögð fram tillaga að stofnun lóða í Ægissíðu. Svæðið er samkvæmt aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði AT 3 en skv. skilmálum aðalskipulags kemur fram, " Við Fjárhúsavík. Geymslusvæði, léttur iðnaður 4,4 ha".
|
| Starfsmanni falið að vinna tillögu að lóðum í samræmi við umræður á fundinum. |
|
|
|
| 14. 202507064 - Framkvæmd - færsla gámasvæðis |
Sveitarfélaginu hefur borist ósk um lóðarvilyrði fyrir lóðir að Álaugarvegi 13 og 15 en núverandi gámasvæði er staðsett á lóðunum.
|
| Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að flutningur gámasvæðis verði samhliða stofnun lóða við Ægissíðu, sjá mál nr. 13. |
|
|
|
| 15. 202305064 - Umsókn um lóð - Álaugarvegur 12 |
Lóðarmörkum Álaugarvegar 8, 10 og 12 hefur verið breytt með þeim hætti að lóð nr. 12 hefur verið felld út. Lóðirnar Álaugarvegur 8 og 10 hafa verið stækkaðar og eru nú samliggjandi.
|
| Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og felur starfsmanni að vinna merkjalýsingu. |
|
|
|