|
Fundinn sátu: Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður, Steindór Sigurjónsson varaformaður, Gunnar Ásgeirsson aðalmaður, Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs, Tinna Rut Sigurðardóttir aðalmaður, Emil Örn Moravek Jóhannsson 1. varamaður, Kristín Vala Þrastardóttir Menningarmiðstöð. |
|
Fundargerð ritaði: Kristín Vala Þrastardóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar |
|
Steindór Sigurjónsson fór með fundarstjórn á fundinum. |
|
|
|
| 1. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs |
Fundagerðir svæðisráðs suðursvæðis þjóðgarðsins lagt fram til kynningar. Engin ný fundargerð hefur verið birt fyrir svæðisstjórn þjóðgarðins frá síðasta fundi nefndarinnar.
|
Lagt fram til kynningar. Nefndin vekur athygli á og tekur undir bókun svæðisráðs á fundi svæðisráðs suðursvæðis nr. 149, mál númer 2 "Skipulagsbreytingar landvörslusviðs 2025 - 202510-0084".
|
| VJP_149_Suðursvæði_fundargerð-1-.pdf |
| VJP_150._fundargerð_svæðisráðs_suðursvæðis-1-.pdf |
|
|
|
|
|
| 2. 202509060 - Uppbygging miðbæjar á Höfn |
Að frumkvæði Landsbyggðar stendur nú til að ráðast í stefnumótandi vinnu um framtíðarsýn og staðarímynd fyrir uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn. Vinnustofa um verkefnið þann 3. desember er lykilskref í því að móta framtíðarsýn fyrir nýjan miðbæ og samræma sýn lykilaðila að verkefninu. Markmiðið er að byrja að leggja traustan grunn að uppbyggingu sem mun skipta samfélagið miklu máli og styðja við jákvæða þróun svæðisins um ókomin ár. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri kynnir verkefnið.
|
| Nefndin þakkar Sigurjóni fyrir kynninguna. |
|
| |
| Gestir |
| Sigurjón Andrésson, bæjarsstjóri |
|
|
| 3. 202511077 - Nýsköpunarnet Hornafjarðar |
Nejra, byggða- og nýsköpunarfulltrúi sveitarfélagsins kynnir stoðkerfi nýsköpunnar í Hornafirði.
|
Nefndin þakkar Nejru fyrir kynninguna og hvetur fólk til að kynna sér starfsemi og þjónustu nýsköpunarnetsins. https://nyheimar.is/nyskopunarnetid/ |
|
| |
| Gestir |
| Nejra Mesetovic |
|
|
| 4. 202511076 - Byggðaráðstefna 2025 |
Eyrún Fríða Árnadóttir, verkefnastjóri HeimaHafnar hjá Nýheimum þekkingarsetri sótti Byggðaráðstefnu Byggðastofnunar á Mývatni í upphafi mánaðar, yfirskrift ráðstefnunnar var "Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri?" Eyrún Fríða kynnir efnistök ráðstefnunnar. Upptöku af ráðstefnunni má sjá hér: https://www.byggdastofnun.is/is/moya/page/byggdaradstefnan-2025
|
| Nefndin þakkar Eyrúnu Fríðu fyrir kynninguna og hvetur áhugasama um að horfa á erindi ráðstefnunnar. |
| dagskra25.pdf |
|
| |
| Gestir |
| Eyrún Fríða Árnadóttir |
|
|
| 5. 202507025 - Verklag vegna styrkja og auglýsinga |
Bæjarstjórn hefur samþykkt fyrirlagðar útlutunarreglur atvinnu- og menningarmálanefndar með þeim breytingum að um sameiginlegan sjóð atvinnu- og menningarmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar sé að ræða og nefndirnar þurfi að koma sér saman um styrkveitingu hvers árs á sameiginlegum fundi.
|
| Breytt fyrirkomulag og drög að úrvinnsluferli styrkveitinga rætt. |
| Úthlutunarreglur Atvinnu- og menningarmálanefndar (1).pdf |
|
|
|
| 6. 202409071 - Menningarmiðstöð |
Forstöðumaður kynnir starf Menningarmiðstöðvar.
Jóladagskrá Menningarmiðstöðvarinnar - Rithöfundakvöld var síðasta sunnudagskvöld, 29. nóvember - Aðventuhátíð í Nýheimum og tendrun jólatrésins laugardaginn 29. nóvember kl. 14-18 - Opnun jólasýningar í Gömlubúð sunnudaginn 7. desember kl.14-20 - Upplesur um jólasveinana á bókasafninu kl.16:30 11. - 23. desember
Jólaopnun á bókasafni: mánudagana og þriðjudagana 22. - 23. desember og 29. - 30. desember verður opið kl.11-15 Yfir jól og áramót verður lokað, 24. - 28. desember og 31. desember - 4. janúar. Hefðbundinn opnunartími tekur við 5. janúar - mánudaga-fimmtudaga kl.10-17 - föstudaga-laugardaga kl.11-15
|
| Nefndin þakkar fyrir kynninguna og hvetur öll til að fjölmenna á viðburði Menningarmiðstöðvarinnar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 |