|
Fundinn sátu: Selma Ýr Ívarsdóttir , Adam Bjarni Jónsson , Sindri Sigurjón Einarsson , Sigurður Gunnlaugsson , Björg Kristjánsdóttir , Birta Ósk Sigbjörnsdóttir , Kristján Reynir Ívarsson , Sunna Dís Birgisdóttir , Theódór Árni Stefánsson , Emil Örn Moravek Jóhannsson . |
|
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði |
|
|
|
| 1. 202511083 - Kynningarfundur skólameistara FAS með ungmennaráði Hornafjarðar |
Nýr skólameistari FAS og ungmennaráð Hornafjarðar leiða saman krafta sína til að efla samskipti og kanna tækifæri til aukins samstarfs.
|
Skólameistari kynnti starf sitt og þá sýn sem hann hefur fyrir skólann. Ungmennaráð deildu með honum sínum skoðunum meðal annars um þörfina fyrir nýjan sófa, viðgerðir á stólum í kennslustofum og annað sem þeim þykir mikilvægt að lagfæra. Skólameistari lagði áherslu á að markmiðið væri að gera skólann enn betri. Hann ætlar að lengja opnunartíma lesstofunnar til kl. 17 og jafnvel lengur á prófatímum og síðan vill hann stuðla að meira samstarfi við Grunnskólann og þá sérstaklega nemendur 10. bekkjar.
|
|
| |
| Gestir |
| Guðjón Ragnar Jónasson Skólameistari |
|
|
| 2. 202504014 - Samfélagsmiðstöð |
Ungmennaráð Hornafjarðar kynnir nýjum skólameistara FAS hugmyndir sínar um samfélagsmiðstöð og ræðir um möguleg samvinnuverkefni tengd framtíðarsýn ráðsins.
|
| SKólameistari lagði áherslu á að Nýheimar séu í 60% eigu Framhaldskólans og krakkarnir eru framhaldskólinn. |
|
| |
| Gestir |
| Guðjón Ragnar Jónasson Skólameistari |
|
|
| 3. 202212048 - Seinkun skólabyrjunar |
Ungmennaráð Hornafjarðar óskar eftir samtali við skólastjórnendur og fræðslu- og frístundarsvið um að seinka skólabyrjun en það hefur jafnframt verið hluti af aðgerðaráætlun Barnvæns sveitarfélags. Hugmyndin byggir einkum á tveimur ástæðum: annars vegar að börn í sveitum þurfa að vakna mjög snemma til að ná skólabíl og gætu með seinkun fengið betri hvíld og hins vegar að melatónínframleiðslu unglinga seinkar og flestir þeirra ná ekki nægum nætursvefni. Rannsóknir sýna að seinni morgnar geta bætt líðan og einbeitingu. Nú er mikilvægt að ræða hvar málið er statt, hvaða útfærslur eru raunhæfar og hver næstu skref yrðu ef halda á áfram með verkefnið.
|
| Ungmennaráð þakkar Þórgunni og Þórdísi fyrir gott samtal. Það eru skiptar skoðanir á fyrirhuguðum breytingum í ungmennaráði. Það er þó sameiginleg afstaða ráðsins að verði ráðist í breytingarnar skuli þær unnar í sem mestri sátt við nemendur, foreldra og starfsfólk, með virku samráði og skýrum upplýsingaflæði. |
|
| |
| Gestir |
| Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar og Þórgunnur Torfadóttir sviðstjóri á fræðslu- og frístundarsviði |
|
|
| 4. 202504082 - Barna og ungmennaþing 2025 |
Barna- og ungmennaþing var haldið 18. nóvember. Þar fengu öll börn og ungmenni í sveitarfélaginu tækifæri að taka þátt og tókst þingið tókst vel. Fjölmargar hugmyndir og ábendingar komu fram, bæði í almennum umræðum og í sértækum rýnihópum.
Fyrstu niðurstöður voru kynntar 20. nóvember á degi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ungmennaráð sá um kynningar í Grunnskóla Hornafjarðar og FAS en sú kynningin var einnig send út. Foreldrum og fulltrúum nefnda var boðið að mæta á kynningarnar.
Nú hefur verið unnið enn frekar úr gögnum þar sem reynt hefur verið að draga fram stóru málin. Á fundinum ræðir ungmennaráð næstu skref. Mikilvægt er að efni þingsins skili sér áfram og að þau einföldu mál sem hægt er að hrinda strax í framkvæmd fari í vinnslu sem fyrst.
|
| Ungmennaráð Hornafjarðar veitir starfsfólki leyfi til að vinna áfram með niðurstöðurnar og kynna þær í fastanefndum sveitarfélagsins en einnig í þeim stofnunum sem rætt var um s.s. skólunum, íþróttamiðstöðinni og áhaldahúsinu. |
|
| |
| Gestir |
| Þórgunnur Torfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs |
|
|
| 5. 202510010 - Fulltrúar í fastenefndum fara yfir málin |
Fulltrúar ungmennaráðs í fastanefndum sveitarfélagsins kynna umræður og mál sem þeim finnst standa upp úr af fundum nefndanna. Það sem er áhugaverðast eða hefur verið mest umdeilt eða eftirminnilegt.
|
Farið var yfir fundargerðir mánaðarins og sérstaklega staldrað við mál frá fræðslu- og frístundanefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja, störf skólastarfshóps um húsnæði Grunnskóla Hornafjarðar og hugmyndir um nýjan aðkomuveg fyrir þungaflutninga inn í bæinn. Einnig var farið yfir mál frá atvinnu- og menningarmálanefnd. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri, mætti á fundinn og kynnti verkefni á vegum Landsbyggðar um framtíðarsýn og staðarímynd nýs miðbæjar á Höfn. Vinnustofa þann 3. desember verður lykilskref í að móta sameiginlega sýn um uppbyggingu miðbæjarins. Selma Ýr mun verða fulltrúi ungmennaráðs á vinnustofunni. Að lokum var stiklað á stóru um fyrirhugaðar framkvæmdir víða um bæinn og um ruslagjöld.
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 |