Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 106

Haldinn í ráðhúsi,
08.12.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir formaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir 1. varamaður,
Gunnlaugur Róbertsson Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202511080 - Ósk um umsögn matsáætlun Hoffell
Tekin er fyrir ósk um umsögn vegna matsáætlunar varðandi fyrirhugaða uppbyggingu við Hoffell í Nesjum.
Áformað er að reisa hótel og baðstað með veitingaaðstöðu, auk annarrar aðstöðu tengdri útivist og ferðamennsku, svo sem gestastofu með sýningu um jarðsögu svæðisins, göngustíga og upplýsingaskilti um náttúru- og menningarminjar svæðisins. Uppbygging baðstaðar og gistingar á jörðinni er ætlað að styrkja Suðausturland sem áfangastað ferðamanna. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu.


Í umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar koma fram eftirfarandi ábendingar:
Benda á að á tímanum sem umhverfismat fer fram mun nýtt aðalskipulag SVH taka gildi en nú stendur yfir heildarendurskoðun aðalskipulags. Umhverfismat verður að taka mið af stefnum í nýju aðalskipulagi þegar það liggur fyrir.
Samgöngur kafli 4.7 umferð. Í kaflanum er fjallað um samgöngumat, hér verður að taka tillit til bæði umferðar um gamla þjóðveginn ásamt þeim nýja sem fyrirhugað er að opni í vetur.
Það vantar umfjöllun um rafmagn og neysluvatn.

Sérfræðiskýrslur sem gætu tekið á samspili fyrirhugaðra framkvæmda við ferðaþjónustu og samfélag bæði vestur og austur.
Í kafla 4.6 mætti hafa skýrslur sem unnar hafa verið til hliðsjónar svo sem skýrslu SASS Hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi frá 2020 og Þróun ferðamennskusamfélags eftir Ragnhildi Jónsdóttur frá 2023.
Landslag og ásýnd, það mætti bæta við fleiri sjónarhornum frá t.a.m. göngusvæðum vestan og austan við fyrirhugað framkvæmdasvæði.

Samþykkt samhljóða.

Helga Árnadóttir leggur fram eftirfarandi sérbókun:
Undirrituð bendir á að valkostir eru óskýrir. Það þarf að hafa í huga að hér er um tvö framkvæmdasvæði að ræða. Valkostir fyrir hvort svæði þurfa að vera skýrir.
Eins hefur undirrituð áður tekið fram að óskað er eftir öðrum valkost fyrir baðlón en bara á jökulöldunni.

Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. 202509045 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðanna Birgis og Króks
Tekin er fyrir sameiginleg skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerð nýs deiliskipulags fyrir jarðirnar Birgi og hluta Króks í Borgarhöfn, sem eru samtals um 21,2 ha að flatarmáli, þar af er Birgi 16,1 ha og hluti Króks 5,1 ha. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu hótels og starfsmannahúsnæðis á jörðinni Birgi og á hluta Króks.

Starfsmanni falið að kynna lýsingu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10 

Til baka Prenta