Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1199

Haldinn í ráðhúsi,
02.12.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir 1. varamaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2511014F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 82
Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar númer 82 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Kristín Vala Þrastardóttir - Forstöðumaður menningarmiðstöðvar
2. 2511006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 105
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar númer 105 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Almenn mál
3. 202511086 - Beiðni um styrk til lagfæringar á dreni á Silfurnesvelli
Erindi frá Golfklúbbi Hornafjarðar þar sem óskað er eftir styrk vegna drenunar á 1. braut Silfurnesvallar.

Erindið tekið fyrir og óskað er eftir frekari gögnum. Umhverfis- og framkvæmdasviði falið að vinna málið áfram.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
4. 202510080 - Kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa um að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdir á lóð Silfurbotn 1-5
Fyrir liggur ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 160/2025. Málið varðar ákvörðun staðgengils byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Hornafjarðar frá 19. september 2025 um að samþykkja byggingaráform fyrir lóðina að Silfurbotni 1-5.

Kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunarinnar hefur verið hafnað.


Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
5. 202511101 - Umsögn um útgáfu tækifærisleyfis til áfengisveitinga- Þorrablót Nesja - og lónmanna- Mánagarði
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts Nesja og Lónmanna

Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn.
6. 202412028 - Beiðni um styrk til myndbandsgerðar
Bæjarráð styrkti gerð fræðslumyndbands um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum. Myndbandið er nú klárt og fer í kynningu fljótlega.

Lagt fram til kynnningar.
7. 202507056 - Samstarfssamningur við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands
Drög að samstarfssamningi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands lögð fram ásamt minnisblaði sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Málinu vísað til gerðar rekstrarsamnings, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
8. 202202048 - Úrskurður - Kæra vegna gatnagerðagjalda Hagaleiru 11
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggur fram minnisblað um stöðu málsins og afgreiðslu að hluta.

Sveitarfélagið hefur endurgreitt gatnagerðargjöld og málskostnað samkvæmt úrskurði Innviðaráðuneytisins. Jafnframt hefur krafa vegna málsins verið send á Ríkislögmann þar sem ábyrgð á málalyktum er alfarið vegna málsmeðferðar Innviðaráðuneytisins.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
9. 202511100 - Skipurit stjórnsýslu- og fjármálasvið
Trúnaðarmál.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
10. 202511103 - Hluthafafundur - Leigufélagið Bríet ehf
Boðað hefur verið til hluthafafundar Leigufélagsins Bríetar, þann 2. desember 2025, kl. 11:00.

Bæjarstjóri sat hluthafafundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
11. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
fundargerð 989. fundar stjórnar Sambandsins frá 14. nóvember 2025 lögð fram

Lagt fram til kynningar
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 989.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta