Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir deildarstjóra framkvæmda- og þjónustudeildar.
Við leitum að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga til að ganga til liðs við teymið okkar. Þetta er lykilhlutverk fyrir fólk sem vill móta sjálfbæra og blómlega framtíð samfélagsins á einstökum stað. Ertu til í að takast á við krefjandi verkefni og leiða mikilvæga þróun?
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
- Umsjón með framkvæmdum og viðhaldi mannvirkja
- Undirbúningur og stjórnun fjölbreytta verkefna sem snúa að framkvæmdum á fjarskipta-, veitu- og gatnakerfum
- Þátttaka í gerð framkvæmdaáætlana og forgangsröðun verklegra framkvæmda sem munu móta ásýnd sveitarfélagsins
- Ábyrgð á samskiptum við hönnuði, útboðum, gerð verksamninga, eftirliti og uppgjöri framkvæmda
- Umsjón með rekstri áhaldahúss og Hornafjarðarhafnar
- Veita starfsmönnum deildarinnar og forstöðumönnum ráðgjöf við gerð viðhaldsáætlana og skipulagningu framkvæmda
- Umsjón með kaupum á búnaði sem tengist umferðaröryggi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af undirbúningi, eftirliti og/eða stjórnun verklegra framkvæmda
- Þekking á vatns- og fráveitumálum og lögum um opinber innkaup er æskileg
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu og mannaforráðum er kostur
- Þjónustulund, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð skipulagshæfni, frumkvæði og drifkraftur til að ná árangri
- Vandvirkni og hæfni til að vinna hratt úr verkefnum
- Færni í íslensku, bæði í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
Velkomin(n) til Hornafjarðar – þar sem náttúran, samfélagið
og framtíðin mætast
Í Hornafirði býðst þér einstakt tækifæri til að lifa og
starfa í einu af öflugustu og fallegustu sveitarfélögum landsins. Hér móta
jöklar, fjöll og strandlengja stórbrotið landslag sem veitir bæði innblástur og
ró.
Hornafjörður er barnvænt, öruggt og samhent samfélag með öfluga skóla, fjölbreytt tómstundastarf og trausta innviði. Uppbygging er í fullum gangi – í atvinnulífi, þjónustu og menningu – og framtíðin björt.
Ef þú leitar að lífsgæðum, nánara sambandi við náttúruna og samfélagi þar sem framlag þitt skiptir máli – þá er Hornafjörður rétti staðurinn fyrir þig.
Nánari upplýsingar
Þórdís Sif Arnarsdóttir – thordis@hagvangur.is
Bartek Andresson Kass – bartek@hornafjordur.is

