• Hornafjordur_Atv_almennt_vefur

Verkefnastjóri uppbyggingar íþrótta- og skólamannvirkja

Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að metnaðarfullum og skipulögðum verkefnastjóra til að leiða stórt og spennandi uppbyggingarverkefni á Höfn. Verkefnið felur í sér stjórnun undirbúnings og framkvæmdar við uppbyggingu íþrótta- og skólamannvirkja.

Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fagmanneskju til að stýra mikilvægri uppbyggingu fyrir íbúa svæðisins frá upphafi til enda. Verkefnastjóri mun bera ábyrgð á að öllum þáttum verkefnisins, allt frá þarfagreiningu til afhendingar, sé stýrt á faglegan og skilvirkan hátt.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

  • Stýring á öllum þáttum verkefnisins, þar á meðal gerð og eftirfylgni tíma-, kostnaðar- og samskiptaáætlana.
  • Leiða þarfagreiningu með hagsmunaaðilum og stýra hönnunarvinnu.
  • Ábyrgð á útboðsferli og samningagerð í samræmi við lög um opinber innkaup.
  • Stjórnun framkvæmda með áherslu á gæði, skilvirkni og fyllsta öryggi á vinnustað.
  • Greining á óvissuþáttum og regluleg skýrslugerð og upplýsingagjöf.
  • Yfirferð og samþykkt reikninga.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, arkitektúr, byggingarfræði, verkefnastjórnun
  • Viðtæk reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda
  • Reynsla af gerð þarfagreininga og stjórnun hönnunarvinnu
  • Þekking á lögum og reglum er varða innkaup, framkvæmdir og öryggismál
  • Sterk leiðtogahæfni og geta til að vinna sjálfstætt með frumkvæði og nákvæmni
  • Þjónustulund, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulags- og greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Velkomin(n) til Hornafjarðar – þar sem náttúran, samfélagið og framtíðin mætast

Í Hornafirði býðst þér einstakt tækifæri til að lifa og starfa í einu af öflugustu og fallegustu sveitarfélögum landsins. Hér móta jöklar, fjöll og strandlengja stórbrotið landslag sem veitir bæði innblástur og ró.

Hornafjörður er barnvænt, öruggt og samhent samfélag með öfluga skóla, fjölbreytt tómstundastarf og trausta innviði. Uppbygging er í fullum gangi – í atvinnulífi, þjónustu og menningu – og framtíðin björt.

Ef þú leitar að lífsgæðum, nánara sambandi við náttúruna og samfélagi þar sem framlag þitt skiptir máli – þá er Hornafjörður rétti staðurinn fyrir þig.

Nánari upplýsingar

Þórdís Sif Arnarsdóttir – thordis@hagvangur.is
Bartek Andresson Kass – bartek@hornafjordur.is