Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að metnaðarfullum og skipulögðum verkefnastjóra til að leiða stórt og spennandi uppbyggingarverkefni á Höfn.
Verkefnið felur í sér byggingu á nýju íþróttahúsi, breytingu á eldra húsi í fimleikasal og endurgerð íþróttavallar.
Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fagmanneskju til að stýra mikilvægri uppbyggingu fyrir íbúa svæðisins frá upphafi til enda. Verkefnastjóri mun bera ábyrgð á að öllum þáttum verkefnisins, allt frá þarfagreiningu til afhendingar, sé stýrt á faglegan og skilvirkan hátt í nánu samstarfi við stýrihóp.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýring á öllum þáttum verkefnisins, þar á meðal gerð og eftirfylgni tíma-, kostnaðar- og samskiptaáætlana.
- Leiða þarfagreiningu með hagsmunaaðilum og stýra hönnunarvinnu.
- Ábyrgð á útboðsferli og samningagerð í samræmi við lög um opinber innkaup.
- Stjórnun framkvæmda með áherslu á gæði, skilvirkni og fyllsta öryggi á vinnustað.
- Greining á óvissuþáttum og regluleg skýrslugerð og upplýsingagjöf til stýrihóps.
- Yfirferð og samþykkt reikninga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, arkitektúr, byggingarfræði eða verkefnastjórnun.
- Reynsla og þekking:
- Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda er skilyrði.
- Reynsla af gerð þarfagreininga og stjórnun hönnunarvinnu.
- Mjög góð þekking og reynsla af lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.
- Þekking á lögum og reglum er varða framkvæmdir og öryggismál.
- Góð almenn tölvukunnátta og þekking á teikniforritinu AutoCAD.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Hæfni:
- Sterk leiðtogahæfni og geta til að vinna sjálfstætt með frumkvæði og nákvæmni.
- Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni.
- Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Jákvætt viðmót, þjónustulund og sterk öryggisvitund.
Um er að ræða tímabundið verkefni. Ráðningu lýkur þegar stýrihópur hefur móttekið og samþykkt lokaskýrslur að framkvæmdum loknum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri Sigurjón Andrésson í síma
781-2201 eða í tölvupósti á sigurjon@hornafjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 3. september nk. Umsóknir ásamt skrá yfir fyrri verkefni, ferilskrá og kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið, óskast hér á Alfreð sem viðhengi með umsókn, og/eða sendar á sigurjon@hornafjordur.is.
Hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni, til að sækja um.