Aðalskipulagsbreyting vegna hitaveitu

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 9. nóvember 2017 að auglýsa lýsingu að aðalskipulagsbreytingu, hitaveita í Hornafirði skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að staðsetja nýtt iðnaðarsvæði í landi Hoffells þar sem er núverandi virkjunarsvæði RARIK, staðsetja tæplega 20 km langa línu fyrir stofnæð hitaveitu frá núverandi virkjunarsvæði RARIK við Hoffell að Höfn en áætlað er að þörf sé á 1-2 dæluhúsum á þeirri leið.


Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður sett inn lega stofnæðar ásamt dæluhúsum og staðsetning iðnaðarsvæðis á skipulagsuppdrátt ásamt tillögu að breytingu í greinargerð. Markmið breytingarinnar er að nýta nýtanlegan jarðhita í Hoffelli til að anna húshitunarþörf á Höfn og draga þannig úr rafmagns og olíukyndingu í sveitarfélaginu.

Gögn vegna ofangreindrar lýsingar verður til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 15. janúar 2018 til og með 15. febrúar 2018. Gögn á pdf.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. febrúar 2018 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri