Aðalskipulagsbreytingar 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2017 að auglýsa tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar 2012-2030, tillögu að deiliskipulagi skotsvæði og tillögu að deiliskipulagi moto-cross braut. 

Skipulags- og matslýsing fyrir Aðalskipulagsbreytingar 2012-2030

Sveitarfélagið Hornafjörður er landstórt sveitarfélag sem er þess kostum gætt að hafa fjölmarga áhugaverða staði fyrir ferðmenn sem skilgreindir eru sem seglar í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Aðalskipulag sveitarfélagsins er ekki gamalt en sú hraða þróun sem orðið hefur vegna komu ferðamanna til landsins og sveitarfélagsins kallar á breytingar á skipulaginu til að anna eftirspurn fyrir gistirými.

Breytingarnar sem um ræðir eru á 16 stöðum og taka aðallega um heimild fyrir gistirýmum og veitingasölu. Ein breyting er vegna uppbyggingar smávirkjunar og önnur vegna tengivirkis. 

Skipulags- og matslýsing vegna Aðalskipulagsbreytinga 2012-2030 verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn, frá 11. apríl 2017 til 3. maí 2017.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. apríl og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri