Auglýsing um nýja deiliskipulagstillögu að Þorgeirsstöðum í Lóni

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með nýja tillögu að deiliskipulagi á hluta jarðarinnar Þorgeirsstöðum í Lóni ásamt umhverfisskýrslu. samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Fyrirhuguð er frekari uppbygging á ferðaþjónustustarfsemi, með gistingu fyrir allt að 60 gesti. Einnig eru fyrirhugaðar tvær nýjar smávirkjanir í Þorgeirsstaðaá, tjaldsvæði vestan árinnar og göngubrú yfir ána.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 14. maí til og með 26. júní 2020. 

Greinargerð     Uppdráttur

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagið til 26. júní 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skiplagsstjóri