Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12. maí 2021 að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Breytingin fjallar um heimild til að endurnýja þau rekstarleyfi til sölu gistingar sem voru í gildi fyrir staðfestingu aðalskipulags þann 06.10 2020.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta óskað eftir upplýsingum hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

Uppdráttur og greinargerð

Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri