Auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2020 að gera breytingu á ferðaþjónustukafla í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

 Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallaði um breytinguna á fundi sínum þann 11. mars 2020.

Megin markmið með endurskoðun á ferðaþjónustukafla aðalskipulagsins er að fara yfir skilmála um ferðaþjónustu með nýjar forsendur og viðmið í huga. Einnig er markmiðið að skilgreina hverskonar þjónustu og í hve ríku mæli á að heimila hana utan skilgreindra þjónustusvæða. Þar er bæði horft til uppbyggingar sem beint tengist ferðaþjónustu sem og annarrar þjónustu s.s. uppsetningu fjarskiptamastra, upplýsingagjöf og fleira.

Skipulagsbreytingin var auglýst frá 19. desember til 3. febrúar, kynningarfundur var haldin þann 12. desember og var hann kynntur fyrir íbúum með dreifibréfi. Íbúafundur var haldinn um málið 5. mars.

Auglýsing um tillögu að aðalskipulagsbreytingunni var birt í Eystrahorni, Lögbirtingablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins www/hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Frestur til að skila inn athugasemdum var frá 19. desember til 3. febrúar 2020.

Sjö athugasemdir og ábendingar bárust og var brugðist við þeim, helstu breytingar eftir kynningarferli eru eftirfarandi:

  • Kafli 3.2.3 – gistiþjónusta verður ekki heimiluð á íbúðasvæðum á Höfn og núverandi starfsleyfi verða ekki endurnýjuð eftir 1 maí 2023.
  • Kafli 3.3.1 – heimild til byggingar fjarskiptamastra gilda um allt sveitafélagið, líkt og heimild til annarra stakra framkvæmda.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta óskað eftir upplýsingum hjá starfsmönnum sveitarfélagsins. Greinargerðina má skoða hér

Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skipulagsstjóri