Auglýsing um skipulagsmál

Bæjarstjórn Hornafjarðar ákvað á 249. fundi sínum þann 9. maí 2018 að samþykkja tillögu að aðalskipulagsbreytingu við Reynivelli II í Suðursveit  og aðalskipulagsbreytingu vegna nýs skotæfinga- og moto-cross svæðis.

Meginmarkmið breytingar að Reynivöllum er að heimila verslunar- og þjónustureit neðan vegar við Reynivelli.

Lítillegar breytingar voru gerðar í greinargerð og á uppdráttum. Áfram verður gert ráð fyrir frístundabyggð og afþreyingarsvæði í aðalskipulagi. Hnykkt var á ákvæðum varðandi flóðahættu.

Meginmarkmið breytingar vegna íþróttasvæða felst í því skilgreina svæði til iðkunar skotíþrótta, skilgreina svæði til moto-cross iðkunar og enduropna efnistökusvæði í Fjárhúsvík.

Breytingar að loknum auglýsingartíma voru að orðalag þar sem áður stóð Flóðhólar stendur nú Eystri Langhólar. Bætt var á uppdrátt að þar sem eldra moto-cross svæði er staðsett verður landnotkun breytt í opið svæði. Þá var bætt við greinargerð ítarlegar heimildir vegna nýrra bygginga.

Skipulagsgögn með yfirstrikuðum breytingum að loknum umsagnarfresti má nálgast heimasíðu sveitarfélagsins undir skipulag í kynningu.

Skipulagsgögn verða send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri