Auglýsing um skipulagsmál

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi að Hellisholti ásamt deiliskipulagstillögu að Seljavöllum.

Markmið með aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi að Hellisholti er að heimila uppbyggingu gistingar og aðstöðu í landi Hellisholts. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar ferðaþjónustu og íbúðarhúss ásamt aðkomu að svæðinu frá þjóðvegi.

Markmið með deiliskipulagi að Seljavöllum III er að styrkja frekari uppbyggingu og framtíðarbúsetu á Seljavöllum III, með því að; heimila uppbyggingu gistiþjónustu og búsetúrræða fyrir vinnuafl á bænum og bæjunum í kring, heimila stækkun núverandi atvinnuhúsnæðis, heimila fjölgun einbýlishúsa og heimila skógrækt.

Skipulagstillögur ásamt greinargerðum verða til kynningar í ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og frá 21. febrúar til 8. apríl 2019 og hér aðalskipulagsbreyting Hellisholt, deiliskipulagstillaga   Hellisholt,  deiliskipulagstillaga Seljavellir III.

Sveitarfélagið óskar eftir umsögnum vegna skipulagstillagna í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Frestur til að skila inn athugasemdum er 8. apríl 2019 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri