Breyting á aðalskipulagi

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 27. júlí 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi við Heppuveg.

Megin markmið með breytingunni er að M1 miðsvæði stækkar og Heppuvegur 5 og hluti Heppuvegar 6 verða á miðsvæði í stað athafnasvæðis. Með breyttri landnotkun verður heimilt að hafa á lóðunum matvælaframleiðslu/iðnaðarframleiðslu, veitingasölu og listsýningar auk íbúða.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögnum vegna tillögu á aðalskipulagsbreytingu skv. skipulagslögum nr.123/2010.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá 3. ágúst til 14. september 2021.

Skipulagstillaga

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. september 2021 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skipulagsstjóri