Breyting á aðalskipulagi á Höfn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 13. júní 2019 að auglýsa lýsingu vegna aðalskipulagsbreytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að opnu svæði verði breytt í íbúðarsvæði við Silfurbraut og Hvannabraut. Matslýsing.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna lýsingu á aðalskipulagsbreytingu skv. skipulagslögum.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí 2019 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri