Breyting á aðalskipulagi - Heppuvegur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12.maí 2021 skipulagslýsingu vegna breytinga á afmörkun svæðis Hepppu á Höfn.

Helstu markmið breytingarinnar eru vegna fyrirhugaðrar breyttrar starfsemi í gamla sláturhúsinu á Heppuvegi 6 er lagt til að miðsvæðið verði stækkað til að ná yfir þá starfsemi. Til samræmis og til að endurspegla raunverulega notkun er miðsvæði einnig teygt yfir gömlu kartöflugeymslurnar/Hafið. Breyting og notkun á húsunum samræmist deiliskipulagi Hafnarvík Heppa og deiliskipulagi hafnarsvæðis við Krossey.

Skipulagslýsing

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögnum vegna lýsingu á aðalskipulagsbreytingu skv. skipulagslögum. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. júní 2021 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir