Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag við Hrollaugsstaði

Bæjarstjórn samþykkti þann 11. febrúar 2021 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerð deiliskipulags skv. 40. gr. skipulagslaga.

Breytingin er unnin til þess að sveitarfélagið geti boðið upp á íbúðalóðir nærri atvinnutækifærum og möguleikum á þjónustu sveitafélagsins við íbúa.  Sveitarfélagið þarf að geta boðið upp á íbúðalóðir nærri atvinnutækifærum og möguleikum á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, eins og rekstur leikskóla. 

Helstu markmið deiliskipulagsins eru: 

Að móta hverfi sem hentar ólíkum fjölskyldugerðum og skapa notalegt umhverfi þar sem kostir þess að búa í sveit fá að njóta sín. Áhersla er á notalega og mannvæna byggð sem fellur vel að núverandi byggð og skapa umgjörð og aðkomu að félagsheimilinu Hrollaugsstöðum og tryggja umferðaröryggi.

Skipulagslýsing

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögnum vegna lýsingu á aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi skv. skipulagslögum. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. mars 2021 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skipulagsstjóri